Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. september. 2011 02:11

Lögreglumenn sætta sig ekki við launalega mismunun

Lögreglufélög Vesturlands og Akraness héldu sameiginlegan félagsfund á Akranesi 13. september sl. Þar var rædd sú staðreynd að lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt og verða því að treysta á sanngjarna og réttláta meðferð hjá samninganefnd ríkisins.  „Er nú öllum ljóst að laun lögreglumanna hafa á síðustu árum dregist verulega aftur úr viðmiðunarhópum og við það verður ekki unað,“ segir í ályktun sem samþykkt var á fundinum. Þá segir að lögreglumenn séu nú búnir að vera samningslausir í 286 daga og var kjaradeilu þeirra vísað í gerðardóm þar sem þeir verða aftur að treysta á sanngjarna og réttláta meðferð þar sem lögreglumenn fá ekki að kjósa um niðurstöðu gerðardóms.

 

 

 

 

 

„Hafa lögreglumenn sýnt mikla þolinmæði og skilning fyrir þeim aðgerðum sem nauðsynlegt hefur verið að grípa til vegna versnandi afkomu ríkissjóðs, en launalega mismunun er ekki hægt að sætta sig við. Hafa lögreglumenn tekið þátt í sparnaði lögregluembættanna af fullri alvöru þrátt fyrir að sá sparnaður hafi þýtt fækkun lögreglumanna, skerðingu á heildarlaunum vegna minni yfirvinnu og bakvaktartímum, að ekki sé minnst á skert öryggi þeirra lögreglumanna sem eftir eru sem og almennings.

Von lögreglumanna er sú að með úrskurði gerðardóms, sem er að vænta á næstu dögum, komi fram leiðrétting á þeirri kjaralegu þróun sem átt hefur sér stað síðustu ár. Með von um að þau vandasömu, krefjandi og oft hættulegu störf sem lögreglumenn inna af hendi verði metin að verðleikum,“ segir í ályktun Lögreglufélag Vesturlands og Lögreglufélag Akraness.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is