Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. september. 2011 03:01

Uppskeruhátíð fótboltans í Grundarfirði

Knattspyrnufólk í Grundarfirði hélt lokahóf sitt á dögunum til að fagna góðu gengi í sumar. Á meðal þess sem gert var til upplyftingar var leikur ungir gegn gömlum en þar hafði ungviðið betur gegn eldri kempum. Þá var spilaður vináttuleikur við hljómsveitina Draugabana. Í honum var mikið undir því sigurvegarinn hlaut að launum aðgangseyri að einum dansleik Draugabananna sem halda á í vetur. Var sá leikur hin besta skemmtun.  Um kvöldið var svo matur og skemmtun fyrir strákana í boltanum. Þar var Aron Baldursson kosinn leikmaður ársins fyrir vasklega framgöngu á fótboltavellinum í sumar. Hann leikur sem miðvörður en náði engu að síður að skora sjö mörk, spilaði líka hverja einustu mínútu með Grundarfirði í sumar. Markahæsti maðurinn var Heimir Þór Ásgeirsson en hann skoraði einnig sjö mörk en gerði það í færri leikjum en Aron. Ingólfur Örn Kristjánsson var svo valinn efnilegasti leikmaðurinn en hann stóð í marki Grundarfjarðar í flestum leikjunum í sumar og stóð sig mjög vel.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is