Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2011 06:08

Víkingar enduðu í fjórða sæti

Í gær luku Víkingar Ólafsvík keppnistímabilinu með sigri á ÍR 3:1 á Ólafsvíkurvelli. Á sama tíma töpuðu ÍA menn sínum síðasta leik í sumar 1:4 gegn Leikni í Breiðholti. Fyrir síðustu umferð lá ljóst fyrir að Skagamenn fara upp í úrvaldsdeild með flest stig úr fyrstu deildinni. Eftir gærdaginn liggur hins vegar fyrir að Víkingur endar í fjórða sæti deildarinnar og er þetta jafnframt besti árangur liðsins frá upphafi. Víkingar fóru vel af stað í leiknum og fyrsta mark hans gerði Tomasz Luba eftir glæsilega fyrirgjöf frá Alfreð Má Hjaltalín. Á 25. mínútu jöfnuðu svo gestirnir með marki frá Elíasi Inga Árnasyni. Víkingar létu það ekki á sig fá og rétt fyrir lok fyrri hálfleiks skoraði Guðmundur Steinn Hafsteinsson eftir góða hornsyrnu og staðan í hálfleik 2-1 Víkingum í vil. Snemma í seinni hálfleik skoraði Guðmundur Steinn sitt annað marka í leiknum og tryggði Víkingum sigur.

Kom markið einnig eftir hornspyrnu. Góður sigur hjá Víkingi í síðasta leik tímabilsins og besti árangur liðsins frá upphafi en fyrir þetta var besti árangur liðsins 5. sæti í B deild, árin 1975 og 2005.

 

Uppskeruhátíð

Víkingar voru ekki hættir í gær því í gærkvöldi héldu þeir lokahóf sitt á Hótel Ólafsvík. Hófst hófið með setningu formanns og gaf hann svo veislustjóra kvöldsins Vigfúsi Erni orðið. Ræðumaður kvöldsins var Magnús Stefánsson og sló hann í gegn með léttu glensi og gríni. Sjórn Víkings gerði upp leiktímabilið og veitti leikmönnum viðurkenningar. Viðurkenningu fyrir 50 leiki spilaða hlutu Artjoms Goncars, Edin Beslija, Eldar Masic og Tomasz Luba. Fyrir 100 spilaða leiki, Þorsteinn Ragnarsson, Fannar Hilmarson og Brynjar Kristmundsson. Fyrir 200 spilaða leiki, þeir Einar Hjörleifsson og Ragnar Mar Sigrúnarson. Markahæsti leikmaður Víkings þetta tímabilið var Artjoms Goncars með 8 mörk, efnilegasti leikmaðurinn var Alfreð Már Hjaltalín og besti leikmaður Víkings þetta tímabilið var Edin Beslija. Þjálfari verður áfram Ejub Purisevic en hann skrifaði á dögunum undir samnign við Víking til 2013. Fara nú leikmenn í verðskuldað frí þar til æfingar hefjast aftur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is