Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. september. 2011 07:01

Sátt í starfsmannamálum Brekkubæjarskóla

Á fundi bæjarráðs Akraness í síðustu viku var greint frá því að sátt væri komin í starfsmannamál Brekkubæjarskóla. Á fundi ráðsins var vísað í bréf Hrannar Eggertsdóttur og Bjarna Þórs Bjarnasonar kennara, dagsett í júní í sumar og ítrekunarbréf þeirra dags. 7. september, en fyrra bréfið fengu þau birt í Skessuhorni. Það varðaði aðkomu forseta bæjarstjórnar Akraness að skólastjórn á Akranesi. Í bókun bæjarráðs segir: “Að gefnu tilefni skal tekið fram, varðandi starfsmannamál Brekkubæjarskóla - trúnaðarmál -merkt 1010199, um aðkomu Sveins Kristinssonar, forseta bæjarstjórnar, að málinu er lokið með sátt. Aðkoma hans að málinu var skv. samþykkt bæjarstjórnar Akraness frá 25. janúar 2011, 14. tl. merkt trúnaðarmál, en um málið var fjallað á lokuðum fundi að lokinni boðaðri dagskrá fundarins.

Bæjarstjóri hafði lýst sig vanhæfan vegna persónulegra tengsla við aðila máls og einnig var framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu lýstur vanhæfur í málinu sem undirmaður bæjarstjóra. Varðandi erindi það sem hér er til umræðu samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að gera tillögu að svari og leggja fyrir bæjarráð,” segir í bókun ráðsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is