Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. september. 2011 08:01

Réttindagæslumaður fatlaðra tekinn til starfa á Vesturlandi

Jón Þorsteinn Sigurðsson hóf í sumar störf sem réttinda-gæslumaður fatlaðra á Vesturlandi og Vestfjörðum. Hefur hann starfsaðstöðu á Akranesi. Í lögum um réttindagæslu fyrir fatlaða, sem sett voru sl. sumar, segir að á landinu skuli starfa svæðisbundnir réttindagæslumenn fatlaðs fólks sem hafi það hlutverk að gæta hagsmuna og réttar fatlaðra gagnvart opinberum aðilum og samfélaginu í heild. Með setningu laganna og skipun réttindagæslumanna er festur í sessi lögbundinn réttur fatlaðra til aðstoðar og hagsmunagæslu gagnvart opinberum stofnunum sem og í daglegu lífi. Eiga fatlaðir í kjölfarið að eiga greiðari aðgang en áður að aðstoð varðandi samskipti sín við sveitarfélög, Tryggingastofnun og aðra sem þeir þurfa að hafa samskipti við í sínu daglega lífi.

Með þessum nýju störfum eru bundnar vonir við að stigið sé framfaraskref í réttindamálum fatlaðra á Vesturlandi sem og annars staðar á landinu.

 

Starfssvæði Jóns er víðfeðmt, nær frá Hvalfirði, um Vesturland, Vestfirði og til Hólmavíkur. „Ég hef notað tímann frá því ég hóf störf til að heimsækja þá staði og einstaklinga sem koma til með að nýta sér mína þjónustu, sýna mig og sjá aðra. Ég tel nauðsynlegt að starfsmaður af þessu tagi sé sýnilegur og þess vegna legg ég áherslu á að láta fólk vita af þessu nýja starfi og til hvers það geti ætlast af mér varðandi málefni þess. Hingað til hefur vantað sýnilegt fordæmi fyrir því að réttur fatlaðra sé sóttur og vonandi verður mitt starf til þess að fatlaðir og samfélagið verði betur meðvitað um réttindi þeirra,“ segir Jón.

 

Nánar verður rætt við Jón í Skessuhorni sem kemur út á morgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is