Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. september. 2011 10:00

Beitti barefli við innheimtu

Lögreglan á Akranesi var kölluð til í vikunni eftir að maður hafði birst í fyrirtæki einu í bænum. Sá var að því er virðist, kominn til að innheimta skuld fyrir þriðja aðila og var helst að skilja að fjórði aðili ætti inni vöru hjá fyrirtækinu sem hann hafði með einhverjum hætti afsalað til þess sem innheimta átti fyrir. Starfsmenn voru ekki alveg tilbúnir að afgreiða málið gagnvart manni sem þeir vissu engin deili á. Sótti innheimtumaðurinn sér þá barefli og náði að slá til tveggja starfsmanna. Annar þeirra greip sprautukönnu sem þarna var og úðaði úr henni yfir aðkomumann sem þá flúði af vettvangi. Ekki lá fyrir hver þarna var á ferð fyrr en hann birtist á lögreglustöð í þeim tilgangi að leggja fram kæru á hendur starfsmönnum fyrirtækisins. Ekki er ólíklegt að sú kæra geti snúist upp í andhverfu sína, að sögn lögreglu.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is