Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. september. 2011 12:39

Barnalánið mikilvægara en afreksmennskan

Fótboltinn hefur verið fyrirferðarmikill á Akranesi allt frá tímum gullaldarliðsins fræga um miðbik síðustu aldar. Í sumum fjölskyldum á Skaganum hefur knattspyrnan beinlínis verið miðpunkturinn. Ein af þessum miklu fótboltafjölskyldum kom af Heiðarbraut, afkomendur Jóhannesar Karls Engilbertssonar og Friðriku Kristjönu Bjarnadóttur. Síðustu áratugina hafa fimm afa- og ömmustrákar þeirra gert garðinn frægan í boltanum og áður hafði sonurinn Hörður verið sigursæll með Skagaliðinu auk þess að vera um tíma í atvinnumennsku í Svíþjóð. Á tímabili voru þeir fjórir í atvinnumennsku strákarnir: Bjarneyjar- og Guðjónssynirnir þrír, Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl, auk Jóhannesar Þórs Harðarsonar. Nýjasta stjarnan og að talið er einn allra efnilegasti framherji Íslands í dag er Björn Bergmann Sigurðarsonar, fjórði sonur Bjarneyjar Jóhannesdóttur, en hann leggur fyrir sig atvinnumennsku í fótbolta. Þau Jóhannes Karl og Fedda, eins og Friðrika er jafnan kölluð, eru þó hógvær þegar talið berst að þessum afreksmönnum þeirra. Þeim finnst meira um vert barnalánið í fjölskyldunni.

 

Nánar er rætt við hjónin Jóhannes Karl og Friðriku Kristjönu í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is