Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. september. 2011 03:01

Óþarfi að steypa öllum í sama mótið

Þau Birgir Baldursson og Gunnhildur Pétursdóttir búa með rúmlega 300 fjár og nokkur hross. Aðspurður segir Birgir að bústofninn megi varla vera minni, en fjárfestingar verði líka að standa undir sér. Það bjargi málum að hann hafi ekki þurft að standa í miklum fjárfestingum síðustu árin. Birgir keypti hálfa jörðina fyrir um tíu árum, en foreldrar hans eru í Bæ að sumrinu en dvelja svo á höfuðborgarsvæðinu að vetrinum. Var það alltaf draumurinn að verða bóndi?

“Ég veit það nú ekki. Ég hef allavega alltaf verið hérna nema þann tíma sem ég var í skóla. Ég prófaði að fara á sjóinn í smátíma, fyrir eina páskana, en þá hittist svo óheppilega á að útgerðin fór á hausinn meðan ég var í páskafríinu. Ætli mér hafi ekki verið ætlað að taka við þessu. En það var nú sjálfsagt með mig eins og fleiri að maður hugsaði að einhver yrði að taka við búinu. Svo hef ég alltaf kunnað vel mig í sveitinni,” segir Birgir.

 

Í Skessuhorni vikunnar er spjallað við Birgi og Gunnhildi í Bæ í Miðdölum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is