Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. september. 2011 10:03

Natríumklóratverksmiðju þarf ekki í umhverfismat

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að natríumklóratverksmiðja Kemira á Grundartanga skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Í frétt Skessuhorns fyrir skömmu kom fram að verksmiðja sem þessi gæti skapað um 70 störf auk afleiddra starfa. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan þurfi um fimm hektara athafnasvæði. Í ákvörðun Skipulagsstofnunar kemur fram að framleiðsla á natríumklórati og vetni á Grundartanga sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Stofnunin hefur farið yfir þau gögn sem lögð voru fram af hálfu Mannvits fyrir Kemira við tilkynningu, umsagnir og viðbrögð Mannvits vegna þeirra. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 24. október 2011.

Skipulagsstofnun bendir á að þó svo að nú liggi fyrir ákvörðun stofnunarinnar um matsskyldu sé framundan umfangsmikið samráð og undirbúningur áður en unnt er að hefjast handa við að reisa fyrirhugaða natríumklóratverksmiðju. Það samráð þurfi að vera við margar stofnanir og fyrirtæki, svo sem Vinnueftirlit ríkisins, Mannvirkjastofnun, sveitarstjórn og slökkvilið.

Í greinargerð framkvæmdaraðila kom fram að starfsemin væri ætluð á svæði sem er afmarkað í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 sem athafna- og hafnarsvæði. Ekki sé ljóst hvort breyta þurfi aðalskipulaginu ef áform um natríumklóratverksmiðju eigi að verða að veruleika. Skipulagsstofnun telur þó verksmiðjuna á umræddu svæði samræmist hvorki aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar né deiliskipulagi svæðisins.

 

Vetni aukaafurð

Framleiðsla verksmiðjunnar yrði um 60.000 tonn á ári sem flutt yrði sem hráefni til pappírsverksmiðju og notað þar til bleikingar. Megin hráefni til framleiðslu natríumklórats er salt og vatn. Til framleiðslunnar þarf rúm 40 MW af rafafli. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan framleiði, auk natríumklórats, um 3.300 tonn af vetni á ári. Fram kemur í skýrslu Mannvits að við framleiðslu á natríumklórati sé matarsalt leyst upp með þéttivatni og myndi það pækil. Pæklinum sé bætt í kerlausn sem sé rafgreind. Eftir rafgreininguna er lausnin hituð og send til kristallara. Kristallarnir eru þurrkaðir áður en þeir eru settir í sekki og fluttir úr landi. Verksmiðjan verði reist samkvæmt bestu fáanlegu tækni með tilliti til orkunýtni, nýtingar á vetni, lokaðrar hringrásar, lágmarks losunar efna og úrgangs á föstu formi.

 

Í greinargerð um efnaöryggi í skýrslu Mannvits kemur fram að þau hættulegu efni sem notuð séu við framleiðsluna séu vítissódi, saltsýra og vetnisperoxíð auk lítils magns af natríumdíkrómati. Vinna þurfi áhættugreiningu vegna flutnings og geymslu hættulegra efna. Verksmiðjan verði hönnuð með fyrirbyggjandi ráðstöfunum út frá þeirri greiningu og með öryggiskerfum svo sem vinnuverndarkerfum, slökkviaðstöðu, viðbragðsteymi og kerfi fyrir hlutleysingu frárennslis. Áhættugreining muni fara fram samhliða vinnu við starfsleyfi verksmiðjunnar.

 

Allur útblástur verði þveginn áður en hann berist út í andrúmsloftið. Það sem þvegið sé úr útblæstrinum verði nýtt aftur í lokuðu kerfi. Magn þess sem eftir standi verði annars vegar um 15 kg af ryki á sólarhring frá þurrkara og sekkjunarstöð sem samsvari rúmlega 5 tonnum á ári, eða um 1% af heildarlosun þeirra fyrirtækja sem eru á Grundartangasvæðinu. Í skýrslunni segir að sé tekið mið af því og borið saman við aðrar verksmiðjur á svæðinu og aðra starfsemi með viðlíka efni í útlosun, sé losun frá fyrirhugaðri natríumklóratverksmiðju Kemira óveruleg.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is