Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. september. 2011 04:54

Íslenska sjávarútvegssýningin hófst í dag

Íslenska sjávarútvegssýningin var opnuð við hátíðlega athöfn í Smáranum í Kópavogi í morgun. Alls taka um 500 fyrirtæki frá 34 löndum þátt í sýningunni að þessu sinni, sem er svipaður fjöldi og síðast þegar hún var haldin fyrir þremur árum.  Á sýningunni eru jafnan kynntar nýjungar sem hafa mikil áhrif á þróun sjávarútvegs um heim allan. Að sögn Marianne Rasmussen-Coulling eru Íslendingar leiðandi á sviði tækniþróunar á þessu sviði og því að gera sjávarútveginn að sjálfbærri atvinnugrein. Jón Bjarnason lagði í setningarávarpi sínu í morgun áherslu á mikilvægi góðrar umgengni við auðlindir sjávar og sagði frá nýjum reglum um að færa beri allan afla að landi; fullnýting aflans væri lykill að áframhaldandi velgengni í sjávarútvegi. 

Á sýningunni kennir ýmissa grasa enda fletir sjávarútvegsins ótrúlega margir. Sjá má allt það helsta sem snertir hönnun og smíði skipa, vélar og stjórntæki um borð í skipum, veiðarfæri, vinnslutæki, pökkun afurða, flutning, markaðssetningu – og jafnvel matreiðslu sjávarfangs. Að auki eiga nauðsynlegir bakhjarlar sjávarútvegsins s.s. bankar og olíufélög, sína fulltrúa á sýningunni.

 

Íslenska sjávarútvegssýningin verður opin frá kl. 10-18 á morgun föstudag og kl. 10-16 á laugardaginn. Búist er við því að ríflega 12 þúsund gestir heimsæki sýninguna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is