Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. september. 2011 01:07

Skaginn kynnir nýja frystitækni

Í hópi þeirra sem nú sýna á Íslensku Sjávarútvegssýningunni er vestlenska fyrirtækið Skaginn frá Akranesi. “Hér á erum við aðallega að kynna nýja gerð sjálfvirkra plötufrysta sem henta meðal annars mjög vel til makrílvinnslu,” sagði Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri Skagans þegar Skessuhorn leit við á básnum þeirra í gær. Þessi nýi sjálfvirki plötufrystir Skagans var þróaður hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað og er frábrugðinn öðrum plötufrystum að því leyti að hann þarf ekki sérstakar frystiplötur. Að sögn Ingólfs liggur mikil rannsóknarvinna á bak við þróun þessarar nýju frystitækni en nýi frystirinn getur tekið við fullpökkuðum kössum með viðkvæma vöru og frystir án þess að pressa hana. Hún er þannig sérstaklega mikilvæg við frystingu á makríl sem ætlaður er til sölu inn á verðmesta markaðinn.

 

 

 

 

“Þá erum við einnig að kynna glænýja roðflettivél,” heldur Ingólfur áfram. “Við höfum sótt um einkaleyfi á bæði tækin en við hjá Skaganum höfum alltaf passað okkur á því að hafa einkaleyfi á þeim vörum sem við framleiðum.”

Aðspurður um væntingarnar til sjávarútvegssýningarinnar segir Ingólfur hana frábæran vettvang til að kynna vörurnar og margir hafi sýnt þessum nýju tækjum áhuga. “Ég óttast þó að nú séu færri útlendingar á sýningunni en venjulega, en helmingurinn af okkar veltu er erlendis. Við tökum þó einnig þátt í sjávarútvegssýningu í Brussel á hverju ári sem hefur mikið að segja fyrir erlenda markaðinn,” sagði Ingólfur Árnason hjá Skaganum að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is