Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. september. 2011 02:01

Heiðurstónleikar Soel Deluxe til styrktar Þorbergi

Á síðasta áratug tuttugustu aldar var starfandi á Akranesi tíu manna stórsveitin Soul Deluxe. Þessi hljómsveit heldur næstkomandi laugardagskvöld heiðurstónleika á skemmtistaðnum Breiðinni á Akranesi. Tónleikarnir eru um leið styrktartónleikar fyrir fjölskyldu eins fyrrum meðlims hljómsveitarinnar, Þorbergs Viðarssonar söngvara, sem hefur átt við langvarandi veikindi að stríða.

Að sögn Erlings Viðarssonar, bróður Þorbergs, sem einnig var í Soul Deluxe, mun hljómsveitin spila meginhluta tónleikanna, sem hefjast klukkan tíu og standa eitthvað fram á nóttina. Tvö til þrjú númer til viðbótar munu þó stíga á svið, enda mikil stemning fyrir þessum heiðurs- og styrktartónleikum og margir tilbúnir að leggja hönd á plóg.

Ekki munu þó allir fyrrum meðlima Soul Deluxe stíga á svið á gamla Hótel Akranesi, Breiðinni, á laugadagskvöldið. Söngkonurnar báðar eru forfallaðar, enda búsettar í útlöndum. Í þeirra stað eru komnar söngdífurnar Ragnheiður Hafsteinsdóttir og Hulda Gestsdóttir. Umsjónarmaður styrktarsjóðsins er Elín Viðarsdóttir, systir þeirra Þorbergs og Erlings. Fyrir þá sem ekki komast á tónleikana en vilja veita stuðning er bent á reikningsnúmerið 0116-05-3279, á kennitölunni 041264-3229.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is