Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. september. 2011 01:43

Samningur í höfn milli Norðuráls og starfsmanna

Síðastliðinn föstudag var undirritað í húsakynnum Ríkissáttasemjara samkomulag um hækkun á launalið kjarasamnings starfsmanna Norðuráls á Grundartanga en samningar hafa verið lausir frá síðustu áramótum. Samningurinn verður kynntur starfsmönnum á fundum næstu fjóra daga og um leið geta þeir greitt atkvæði um hann. Samkvæmt samningnum hækkar launaliður á samningstímanum um allt að 21,4% og því til viðbótar var samið um stóriðjuskóla sem hefur verið baráttumál starfsmanna um alllangt skeið. Áætlað er að skólinn hefji starfsemi í síðasta lagi innan árs frá undirritun samkomulagsins en stefnt að því að hann geti hafist í janúar 2012. Grunnnám stóriðjuskólans, sem mun taka þrjár annir, mun gefa starfsmönnum viðbótarhækkun upp á 5% og framhaldsnám skólans mun gefa 4% því til viðbótar.

 

 

 

 

Grunnlaun starfsmanna Norðuráls munu hækka um 5,35% afturvirkt frá 1. janúar 2011 samkvæmt samningnum. Síðan munu þeir sem hafa starfað í þrjú ár eða lengur fá 3% hæfnisálag ofan á grunnlaun. Þessu til viðbótar kemur önnur hækkun 1. desember á þessu ári upp á 5,35%. Þannig fær starfsmaður sem starfað hefur í þrjú ár hjá Norðuráli 14,2% launahækkun á þessu ári. Þeir sem hafa starfað skemur en í þrjú ár munu hins vegar fá 11% launahækkun á þessu ári, en þeim er tryggt að um leið og þriggja ára starfsaldri verði náð þá muni þeir fá 3% án þess að þurfa að uppfylla skilyrði sem kveðið er á um í hæfnisálagi. Þeir sem hefja störf eftir 1. september 2011 þurfa hins vegar að uppfylla viss skilyrði til að fá þessi 3%, en ekki mun koma til framkvæmda á því fyrr en eftir þrjú ár, segir í frétt VLFA um samninginn. Einnig mun koma til 1% hækkun á launaflokkum iðnaðarmanna 116/216 annars vegar og 117/217 hins vegar. Aðrar almennar launahækkanir eru 3,25% 1. janúar 2013 og 3% 1. janúar 2014.

 

Orlofs- og desemberuppbætur fyrir árið 2011 og 2012 munu hækka úr 264.000 í 293.000 og verður orlofsuppbót sem greidd var út í júní leiðrétt afturvirkt um 5,35% eins og öll önnur laun sem greidd hafa verið frá 1. janúar 2011 til samningsdags. Orlofs- og desemberuppbætur fyrir árið 2013 verða 302.000 kr. og fyrir árið 2014 311.000 kr. Sem dæmi um áhrif samningsins þá munu laun vaktmanns með fimm ára starfsreynslu hækka frá 1. september 2011 um tæpar 36.000 kr. á mánuði og síðan kemur önnur hækkun 1. desember og þá hafa laun viðkomandi hækkað um 61.000 kr. tæpar. Þá hafa heildarlaun þessa vaktamanns hækkað úr kr. 439.000 upp í tæplega 502.000 kr. á mánuði. Iðnaðarmaður með fimm ára starfsreynslu á vöktum mun hækka um rúmar 47.000 kr. á mánuði frá og með 1. september og eftir hækkunina 1. desember nk. þá hafa laun hans hækkað um rétt rúmar 80.000 kr. á mánuði. Þá hafa heildarlaun hans hækkað úr rúmum 564.000 kr. í rúmar 644.000 kr. á mánuði.

 

Er sáttur

„Heilt yfir er ég afar ánægður með þessa niðurstöðu sem í raun og veru hefur kostað blóð, svita og tár, þótt vissulega sé það alltaf þannig þegar kjaraviðræður eiga sér stað að menn myndu vilja fá meira. Það er hins vegar sannfæring mín að lengra verði ekki komist í þessari lotu, enda tel ég að mjög margt jákvætt hafi náðst í þessum samningi og nægir að nefna stóriðjuskólann í því samhengi og einnig þá bláköldu staðreynd að frá og með 1. desember nk. er launamunur á milli vaktavinnumanna Norðuráls og Fjarðaáls á Austurlandi orðinn óverulegur sem var jú eitt af stóru baráttumálunum í þessum viðræðum. Það verður að teljast afar góð niðurstaða miðað við horfurnar í kjaraviðræðunum á liðnum mánuðum,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA.

 

Kynningarfundir fjóra næstu daga

Kynningarfundir um nýja samninginn fara fram á Gamla Kaupfélaginu við Kirkjubraut á Akranesi síðdegis á hverjum degi frá mánudeginum 26. september til og með 29. september. Hægt verður að kjósa um samninginn að aflokinni kynningu og einnig verður hægt að kjósa á vinnustaðnum á skrifstofu aðaltrúnaðarmanns strax eftir helgi. Sjá nánar á www.vlfa.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is