Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2011 06:48

Fyrsta skóflustungan að nýjum hjúkrunarrýmum við Höfða

Síðasti föstudagur var stór dagur í rúmlega þrjátíu ára sögu dvalarheimilisins Höfða á Akranesi. Þá tók Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra fyrstu skóflustunguna að nýjum hjúkrunarrýmum, en með tilkomu þessarar viðbyggingar og breytinga á rými sem fyrir er verða eingöngu einbýli fyrir heimilisfólk á Höfða.  Fjölmenni var viðstatt afhöfnina við Höfða á föstudag. Auk heimilisfólks var viðstaddur um hundrað manna hópur úr ráðuneytinu, starfsmenn og makar sem heimsóttu Akranes og voru með ráðherra í för.

 

 

 

 

Kristján Sveinsson, stjórnarformaður Höfða, rakti aðdraganda þessarar viðbyggingar sem framkvæmdir eru nú að hefjast við. Það var á fundi stjórnar Höfða 1. september fyrir ári sem ákvörðunin var tekin og þá lá fyrir að Framkvæmdasjóður aldraðra myndi styrkja framkvæmdina um rúmlega 113 milljónir króna. Magnús H. Ólafsson arkitekt var ráðinn sem hönnuður og hefur hann leyst það verkefni þannig að almenn ánægja er með, að sögn Kristjáns.

 

Helstu stærðir byggingarinnar eru að hjúkrunarrýmin verða níu, heildarstærð húss er 749 fermetrar og meðalstærð á hvern heimilismann 83 fermetrar. Verkið var boðið út um miðjan maí sl. og tilboð opnuð 28. júní. Sex tilboð bárust frá fjórum aðilum. Lægsta tilboð átti Vélsmiðja Hjalta Einarssonar ehf úr Hafnarfirði og gengið var frá verksamningi við það fyrirtæki að fjárhæð kr. 151.776.615 kr. þann 8. ágúst sl. sem þýðir 202.639 krónur á hvern fermetra í byggingarkostnað. Kostnaðaráætlun hönnuðar var 204 milljónir eða 272.363 krónur á fermetra. Verklok samkvæmt verksamningi eru 12. júlí 2012.

 

Í framkvæmdanefnd fyrir byggingu nýju hjúkrunarrýmanna eru auk Kristjáns Sveinssonar; Þorvaldur Vestmann formaður nefndarinnar og Kjartan Kjartansson varaformaður stjórnar Höfða. Framkvæmdanefndin hefur einnig gert samning við verkfræðistofuna Mannvit um framkvæmdaeftirlit sem verður í höndum Lárusar Ársælssonar verkfræðings og Bjarna Vésteinssonar byggingafræðings.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is