Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2011 08:56

Skemmdarverk unnin í kirkjugarðinum í Borgarnesi

Skemmdarverk voru unnin í kirkjugarðinum í Borgarnesi um liðna helgi. Þegar fólk kom að vitja leiða ástvina sinna að morgni sunnudags blasti við ófögur sjón. Búið var að rífa upp krossa, velta við legsteinum og skemma skreytingar í garðinu.  Alls var hróflað eitthvað við 29 leiðum. Strax og upp komst var gengið í að lagfæra skemmdir og koma leiðiskrossum aftur fyrir á réttum stöðum. Um miðjan dag var því verki lokið og var aðstandendum sem blaðamaður hitti í garðinum létt við það. Engu að síður var fólk slegið yfir þeirri miklu óvirðingu sem felst í skemmdarverkunum.

Kirkjugarðar og leiði eru friðhelg samkvæmt lögum um kirkjugarða. Þá varðar röskun á grafarhelgi við sektum og allt að sex mánaða fangelsi samkvæmt ákvæðum hegningarlaga.  Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um hverjir gætu hafa verið að verki, eða urðu vitni að einhverju sem gæti auðveldað rannsókn málsins, eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 433-7612.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is