Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. september. 2011 08:01

Stefnir í taprekstur í stað hagnaðar í rekstri Borgarbyggðar

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar sl. fimmtudag var lögð fram tillaga að endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011. Þar kom m.a. fram að gert er ráð fyrir ríflega 100 milljóna króna hallarekstri á þessu ári. Í upphaflegri áætlun ársins var hins vegar gert ráð fyrir 20 milljóna króna hagnaði. Á fundinum var samþykkt að taka saman frekari upplýsingar og leggja fyrir tillögu á næsta fundi byggðarráðs á morgun, fimmtudag.

„Viðsnúningur nú skýrist einkum af tvennu. Annars vegar nýjum kjarasamningum sem hækkuðu rekstrarkostnað sveitarfélagsins um 45 milljónir. Síðan er verulegur viðsnúningur í fjármagnsliðum, eða upp á 90 milljónir króna. Það skýrist annars vegar af hærri verðbólgu en áætlað var en hún reynist 5% en hafði verið áætluð 2,5%. Hins vegar erum við með gengistap sem skýrir um helming neikvæðari fjármagnsliði en áætlað var. Við erum að fara yfir hvernig við bregðumt við þessum viðsnúningi. Það er ljóst að ekki verður hægt að grípa til mikilla aðgerða það sem eftir lifir þessa árs. Hins vegar verðum við að grípa til aðgerða vegna fjárhagsaætlunar 2012 enda benda áætlanir til áframhaldandi hárrar verðbólgu,“ sagði Páll S Brynjarsson sveitarstjóri í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

Geirlaug Jóhannsdóttir (S) fulltrúi minnihluta í sveitarstjórn lagði fram bókun vegna málsins. Þar segir m.a: „Fjárþörf blasir við í árslok ef ekkert verður að gert. Veltufé frá rekstri minnkar um 100 milljónir á milli áranna 2010-2011. Það hefur þau áhrif að sveitarfélagið hefur minni burði til að standa við skuldbindingar sínar.“ Þá segir í bókun Geirlaugar að meirihlutinn hafi engar hugmyndir kynnt um aðgerðir til lausnar á fjárhagsvanda sveitarfélagsins. „Við það verður ekki unað lengur enda mikið í húfi að vinda ofan af rekstrarvandanum. Er meirihlutinn starfi sínu vaxinn til að takast á við þessi verkefni? Til hvaða aðgerða verður gripið nú þegar tölurnar tala sínu máli," spyr Geirlaug í bókun sinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is