Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. september. 2011 10:35

Ætlar að róa einn og óstuddur yfir Atlantshafið milli þriggja heimsálfa

Á Ósi II í Hvalfjarðarsveit býr kafarinn og ofurhuginn Kjartan Jakob Hauksson. Kjartan hefur eytt drjúgum stundum neðansjávar frá því hann byrjaði í atvinnuköfun 1976 og hefur m.a. síðustu tvo áratugina komið nálægt lagningu allra sæstrengja við landið í fyrirtæki sem hann rekur með bróður sínum. Kjartan var talsvert í fréttum fyrir nokkrum árum þegar hann varð fyrstur manna til að róa einsamall á árabáti í kringum Ísland.  Þurfti reyndar að endurnýja bátinn einu sinni þegar hann mölbrotnaði í hafróti við Hornstrandir. Þrátt fyrir að takast á við hættuleg verkefni segist Kjartan Jakob vera varkár maður, hafi alltaf í sínum aðgerðum við djúpköfun og allri sjómennsku haft varann á. Nú er í uppsiglinu hjá Kjartani enn eitt ævintýrið sem fólk rekur trúlega í rogastans yfir þegar það heyrir af.

Undirbúningur þessa verkefnis byrjaði fyrir ári og er um þessar mundir á fullu skriði. Kjartan ætlar einn síns liðs og óstuddur að róa þvert yfir Atlantshafið á árabáti milli þriggja heimsálfa; Evrópu, Afríku og Norður-Ameríku, nokkuð sem enginn maður hefur gert hingað til.

Í þessa för ætlar hann að leggja í októbermánuði eftir ár, en þennan árstíma telur Kjartan og hans sérfræðingar heppilegan til leiðangursins, staðvindar verði nýttir sem leiði og sætt lagi á milli fellibylja sem flestir eiga þó að vera afstaðnir á þessum tíma. Áætlað er að þessi mikli róður taki um fjóra mánuði, og er þessi vegalengd álíka löng og frá Reykjavík til Kína. Þessa leið ætlar Kjartan að fara á handaflinu einu saman, ekki verður seglarða eða mastursbútur um borð.

 

Ítarlega er rætt við Kjartan í Skessuhorni sem kemur út á morgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is