Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. september. 2011 04:01

Vegagerð í algjörri andstöðu við íbúa á Vestfjörðum

„Tillögur innanríkisráðherra um val á vegarstæði vegna endurbóta á þjóðvegi 60 um sunnanverða Vestfirði eru lagðar fram í algjörri andstöðu við vilja íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri í Vesturbyggð. Eins og kunnugt er gekk þorri fundarmanna út af fundi sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hélt í félagsheimilinu á Patreksfirði á dögunum, þar sem hann hugðist kynna tillögur sínar í þeim efnum. Rök ráðherra fyrir valinu á hálendisvegi um svæðið eru þau helst að sú leið sé ódýrari og framkvæmdatími styttri. Kostnaðaráætlun vegna svokallaðrar Hálsaleiðar nemur um þremur og hálfum milljarði króna meðan kostnaður við svokallaða B-leið, sem liggur um Teigsskóg sé áætlaður um fjórir og hálfur milljarður króna. Leiðin um Ódrjúgsháls og Hjallaháls eru stóri ásteitingssteinninn í þessu máli og hefur ráðherra lýst yfir vilja sínum til að framkvæmdir við gangagerð undir Hjallaháls hefjist við fyrsta tækifæri.

 

 

 

 

Ásthildur segir að kostnaður við gangnagerð undir Hjallaháls geti numið allt að sex milljörðum króna. Sé dæmið reiknað til enda verði heildarkostnaður við veglagninguna mun meiri til lengri tíma litið en ef farið yrði í framkvæmdir við láglendisveg eins og lagt er til af íbúum Vestfjarða.

Íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum hafa beðið eftir ákvörðun um val á vegarstæði fyrir þjóðveg 60 í rúman áratug. Enginn hefur mælt því í mót að lagning láglendisvegar hafi í för með sér náttúruspjöll og umhverfisrask. Sjónarmið umhverfis- og náttúruverndar eru hins vegar talin vega of þungt á kostnað öryggissjónarmiða vegfarenda. Í úrskurði frá Umhverfisráðherra 5. janúar 2007 sagði meðal annars að ráðuneytið teldi að óumdeilt væri að út frá umferðaröryggissjónarmiðum sé leið B (um Teigsskóg) betri kostur en leið C og D og að ef einungis ætti að taka tillit til umferðaröryggissjónarmiða þá væri leið B kostur sem eðlilegt væri að velja.

„Sveitarstjórnarfólk og þeir sem eiga hagsmuna að gæta í þessum efnum eru ekki búnir að segja sitt síðasta,“ segir Ásthildur. „Enn eru þrjú til fjögur ár til stefnu. Alþingi hefur síðasta orðið í þessu máli og við trúum því að hægt verði að höfða til skynsemi þeirra sem þar starfa varðandi endanlega ákvörðun í þessu máli. Taka verður tillit til sjónarmiða þeirra sem munu nota veginn. Í ákvörðun um hálendisleið er ekki tekið inn í myndina mat á umferðaröryggi, sem er það sem skiptir höfuðmáli að mati íbúa sunnanverðra Vestfjarða.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is