Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. september. 2011 11:01

Kynntu nýja heimasíðu og lógó

Nýtt fyrirtækjamerki og ný heimasíða Fiskmarkaðs Íslands var kynnt á Íslensku sjávarútvegssýningunni. Páll Ingólfsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins segist hafa komist að því að margt fólk, meira að segja fólk í sjávarútvegi, vissi ekki hvaða starfsemi færi fram hjá Fiskmarkaði Íslands. “Þess vegna fórum við af stað í hugmyndafræðivinnu og ákváðum að lífga upp ímynd fyrirtækisins. Við byrjuðum á því að búa til nýja heimasíðu og notuðum tækifærið og skiptum um lógó.  Hefðum auðvitað átt að gera það á sínum tíma þegar Fiskmarkaður Íslands varð til, þegar hann sameinaðist fiskmörkuðunum í Reykjavík, Þorlákshöfn og Skagaströnd, því merkið var ennþá fjallgarðurinn á Snæfellsnesi. Þetta er aðeins byrjunin á meiri ímyndarvinnu sem við ætlum að fara í,” sagði Páll í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

 

“Þeir sem horfa mest til okkar á þessari sýningu eru erlendir viðskiptavinir og fiskmarkaðsmenn,” sagði Páll aðspurður um væntingar hans til sýningarinnar. “Kannski því miður þá eru Íslendingarnir ekkert mikið að pæla í því sem við erum að gera. En tölvukerfið okkar og uppgjörskerfið sem við erum með hérna á skjánum vekur alltaf athygli erlendra gesta og þeir stoppa mikið hjá okkur. Við erum líka að velta fyrir okkur aðferðum til þess að fá hinn almenna borgara til að fara inn á heimasíðuna okkar. Það mun væntanlega koma eitthvað nýtt í þeim efnum inn á heimasíðuna á næstu vikum, án þess að ég ætli að segja hvað það er,” sagði Páll Ingólfsson að lokum og brosti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is