Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. september. 2011 12:01

Nemendur FVA fjölmenntu á Sjávarútvegssýninguna

Alls lögðu 97 nemendur ásamt kennurum úr málmiðna- og rafiðnadeildum Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesil leið sína á Sjávarútvegssýninguna í Kópavogi á fimmtudag. Nemendurnir fóru í tveimur rútum frá Skagaverki og skoðuðu sýninguna frá því klukkan tíu um morguninn til klukkan þrjú enda margt að sjá þar fyrir þá sem áhuga hafa á vélum og tækni hvers konar, sem ætla má að nemendur þessara deilda hafi. Hörður Baldvinsson kennari í málmiðnadeild sagði áhuga nemendanna mikinn fyrir því sem var að sjá á sýningunni enda mátti sjá þá koma með fulla poka af bæklingum og alls konar kynningarefni af sýningunni. Hörður kennir m.a. stýritækni og á því sviði voru margar nýjungar kynntar á sýningunni.

 

 

 

 

 

„Þetta eru vel flestir nemendur deildanna. Það voru bara örfáir nemendur sem gátu ekki komið. Svo eru einhverjir þeirra sem vilja fara á sýninguna með starfsmannahópum fyrirtækja sem þeir starfa hjá, eins og t.d. Skaganum og stóriðjufyrirtækjanna. Eins og sést koma nemendur klifjaðir til baka með bæklinga og mikið af pennum, sem þeir eru kannski ekki eins viljugir að nota í tímum,“ sagði Hörður og hló þegar hann benti á nemendur tínast inn í rúturnar eftir fimm tíma dvöl á sýningunni. „Þetta er flottur hópur og enginn vandræði með hann. Það er bara frábært fyrir nemendur að fá að njóta svona viðburðar. Þessi sýning er ekki bara fyrir þá sem stunda sjó. Ég sá t.d. að sumir sveitastrákarnir voru að spá í stærð á dekkjum á vögnum og tækjum sem þeir sáu. Þeir sáu líka ýmislegt sem nýtist þeim í sveitinni. Það hlýtur líka að vera hagstætt fyrir fyrirtækin sem eru að sýna nýjungar sínar þarna að fá svona skólahópa því þetta er það fólk sem kemur til með að velja og kaupa vélar og tæknibúnað í framtíðinni,“ sagði Hörður Baldvinsson kennari í FVA.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is