Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. september. 2011 12:32

Rannsaka námusvæði á botni Hvalfjarðar

Eymar Einarsson skipstjóri á Ebba AK hélt í morgun inn á Hvalfjörð í rannsóknarleiðangur fyrir Hafrannsóknastofnun. Ætlunin er að rannsaka malar- og sandnámur sem Björgun hf hefur notað í áratugi. Björn Gunnarsson sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun er leiðangursstjóri og segir hann tíma til kominn að athuga hvaða áhrif efnistakan hafi á lífríki sjávarbotnsins. „Við notum í þetta nýsmíðaðan myndavélasleða sem dreginn er eftir botninum en á honum eru þrjár myndavélar. Fremst á sleðanum er keðja sem dregst í sandinn og við vonumst til þess að kolaseiði og önnur seiði lyfti sér frá botninum við það. Síðan verða teknar samanburðarmyndir á öðrum svæðum utan námusvæðanna.“

Björn segir engar rannsóknir hafa verið gerðar áður á botninum í Hvalfirði þrátt fyrir að efnistaka hafi verið stunduð þar lengi. Sandur fyrir Sementsverksmiðjuna hefur t.d. verið tekinn úr Hvalfirði í ríflega hálfa öld. „Þessi ferð okkar núna er tilraunaferð til að reyna búnaðinn. Við erum aðallega að skoða ungviði flatfiska sem heldur til á sand- og malaröldum. Þetta verkefni er unnið í samvinnu við Björgun sem stundar þarna efnistöku. Við rennum svolítið blint í sjóinn með þetta núna en ef vel tekst til þá er stefnan að fara á öll námusvæðin í Hvalfirðinum og líka þau sem eru utar í Faxaflóanum. Núna verðum við inni á Hvalfirðinum, yfir göngunum og þar nálægt. Eftir þessa ferð metum við árangurinn og framhaldið ræðst svo í næstu viku,“ segir Björn og bætir við að hann eigi ekki hugmyndina að nafngiftinni á myndavélabúnaðinum. „Þeir voru eitthvað að stríða mér strákarnir og skírðu sleðann Bjössa.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is