Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. september. 2011 10:01

Kitlar hláturtaugarnar svo undan verkjar

Einleikurinn „Blótgoðar“ er sýndur um þessar mundir á sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi. Höfundur og eini leikari verksins er Þór Tulinius en leikstjóri er Per Engkvist. Leikverkið er sett upp í tilefni þess að í vor fagnaði Landnámssetrið fimm ára starfsafmæli. „Blótgoðar“ er ekki fyrsta verkið sem Per leikstýrir á söguloftinu en hann leikstýrði Benedikt Erlingssyni eftirminnilega í Mr. Skallagrímsson sem var fyrsta sýningin sem sett var þar upp.

Að setja upp leikverk byggt á einum leikara, með litla sem enga sviðsmynd til að styðja við verkið, og ætla að halda athygli áhorfenda í tæpa tvo tíma er ekki heiglum hent. Þegar ofan á bætist að verkið byggir að hluta til á brotakenndum staðreyndum úr Íslandssögunni og að hluta til á getgátum um hugsanlega atburði þess sem fjallað er um, er ekki óeðlilegt að spyrja sig hvort það sé einfaldlega hægt. Svarið í þessu tilfelli er já.

 

 

 

Í upphafi verksins leiðir Þór getum að ástæðu þess hversu knappur texti sagnaritara Íslendingasagna oft á tíðum var á þeim tíma er allt var ritað á kálfskinn. Kannski er skýringin skortur á kálfum á söguöld. Eitt kálfskinn samasem fjórar A4 síður samasem fáir kálfar samasem knappur texti. Sögusvið verksins „Blótgoðar“ eru Þingvellir á þeim tíma að Þorgeir ljósvetningagoði lagðist undir feld og upphugsaði ný lög fyrir nýjan sið. Ókennilegur spýtukubbur um háls leikarans er lykill inn í þann heim og þá atburðarás sem áhorfendur eru leiddir um. Eftirgerð af öðrum eins, um þúsund ára gömlum sem gæti verið líkneski trúarlegs eðlis, hluti úr reku, eða bara drasl sem hundur Snorra þess er ritaði metsölubókina Eddu á sínum tíma, stal og gróf í haug. Ómetanlegur helgigripur eða drasl er spurning sem Þór veltir upp í byrjun verksins. Út frá þeirri spurningu leggur hann með áhorfendur upp í leiðangur atburðarrásar þar sem við sögu koma ýmsar þekktar persónur úr Íslandssögunni, ýmsar minna þekktar og einhverjar sem kannski voru til, en kannski ekki. Fornt málfar og málfar samtímans í bland við texta úr Hávamálum prjónar Þór af mikilli snilld saman við fátæklegar sögulegar staðreyndir og getgátur um atburði á miklum umbrotatímum í sögu þjóðarinnar. Gerir hann að umfjöllunarefni þá þungu undiröldu sem líklegt er að hafi ruggað samfélagi heiðinna og kristinna við siðaskiptin. Úr verður heildræn frásögn sem heldur áhorfendum föngnum og kitlar hláturtaugarnar svo undan verkjar á stundum. Í leikverkinu „Blótgoðar“ segir Þór söguna eins og hún hefði getað verið skrifuð, ef aðeins hefði verið nóg til af kálfum á Íslandi til forna. Hin besta skemmtun sem óhætt er að mæla með.

 

Kristján S Bjarnason

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is