Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. september. 2011 09:20

Alþjóðlegur mjólkurdagur í skólum

Í gær var haldinn hátíðlegur alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn í tólfta sinn. Á Íslandi er haldið upp á hann undir kjörorðunum "Holl mjólk og hraustir krakkar". Í tilefni dagsins bauð Mjólkursamsalan og íslenskir mjólkurbændur öllum leikskóla- og grunnskólabörnum landsins upp á mjólk í skólunum og voru drukknir 16.000 lítrar af mjólk af því tilefni. Með deginum vilja mjólkurbændur vekja athygli barna, foreldra og starfsfólks skólanna á mikilvægi mjólkur í fæði barnanna. Mjólkurneysla barna og unglinga hefur dregist verulega saman víða um heim á síðustu árum, þar á meðal hér á landi. Hart er sótt að mjólkinni og mikið drukkið af alls kyns söfum og gosdrykkjum.

Samtímis því að Skólamjólkurdagurinn var haldinn hátíðlegur var árlegri teiknisamkeppni hleypt af stokkunum. Öllum nemendum 4. bekkjar er boðið að taka þátt í samkeppninni. 

Myndefnið er algjörlega frjálst en æskilegt er að það tengist hollustu mjólkurinnar fyrir ungt fólk. Mikil þátttaka hefur verið í teiknisamkeppninni undanfarin ár, þúsundir skemmtilegra og frumlegra teikninga hafa borist. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is