Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. september. 2011 10:57

Benda á slysagildru umhverfis kirkjugarð

Í fréttum undanfarið hefur mikið verið rætt um slysagildru sem fylgir ákveðinni tegund af járnrimlagirðingum þar sem teinar þeirra eru látnir snúa upp. Mörg slys á börnum og fullorðnum hafa hlotist af þessum girðingum.  Girðingar af þessu tagi eru engu að síður mjög algengar t.d. við leikskóla, skóla og íþróttavelli en af þeim á ekki að stafa slysahætta séu þær rétt upp settar.  Samskonar girðing er á tvo vegu umhverfis kirkjugarðinn í Görðum á Akranesi. Félagið Skagaforeldrar hefur nú skrifað sóknarnefnd Akraneskirkju bréf þar sem óskað er eftir að þeir sem bera ábyrgð á girðingunni láti snúa henni við þannig að forðast megi slys. „Á þessu svæði eru oft börn að leik og á sumrin hefur svæðið verið notað fyrir tjöld þegar mikið liggur við t.d þegar Norðurálsmót. Þó standi í lögum um kirkjugarða að ,,Kirkjugarðar skulu girtir traustri girðingu með vönduðu sáluhliði,“ er varla tilefni til að hafa þá svo víggirta að hætta stafi af,“ segir í bréfi Skagaforeldra.

 

 

 

Fordæmi eru fyrir því að girðingum af þessu tagi hafi verið snúið við. Það var til dæmis gert við leikskólann Vallarsel á Akranesi þar sem alvarlegt slys varð fyrir nokkrum árum. Þá prílaði barn upp á sams konar girðingu og rann til með þeim afleiðingum að teinarnir stungust inn í háls barnsins og sauma þurfti 26 spor.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is