Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. september. 2011 10:53

Félagar úr Skruggu í franskri bíómynd

Um áttatíu manna tökulið og leikarar hafa undanfarna daga verið að vinnu við tökur fyrir franska kvikmynd á Vesturlandi, á Gufuskálum á Snæfellsnesi og við höfnina á Stað í Reykhólasveit. Jean Michel-Paoli framleiðandi þess hluta myndarinnar sem tekinn er upp hér á landi segir myndina „Le saveur du palais“ byggða á ævi Daniéle Mazet-Delpeuch en hún starfaði meðal annars sem einkakokkur Mitterands fyrrverandi Frakklandsforseta í forsetatíð hans. Árið 2000 dró hún sig í hlé frá skarkala umheimsins og eyddi fjórtán mánuðum á Suðurskautslandinu þar sem hún eldaði ofan í franska vísindamenn í rannsóknastöðvum þeirra í St Paul og Amsterdam.

 

 

 

 

Það er fransk-íslenska fyrirtækið Comrade Film sem heldur utan um allt sem snýr að tökum myndarinnar hér á landi. Mikið hafurtask fylgir kvikmyndatökufólkinu og var gamall prammi meðal annars dreginn frá Reykjavík til Reykhóla til nota við sviðsmyndina. Um tuttugu íslenskir leikarar taka þátt í tökum á myndinni og af þeim koma tíu frá leikfélaginu Skruggu í Reykhólasveit. Aðalhlutverk er í höndum frönsku leikkonunnar Catherine Frot, en hún á að baki þrjátíu ára farsælan leikferil í heimalandi sínu. Hefur hún meðal annars leikið hlutverk á móti stórleikaranum Gérard Depardieu sem flestum ætti að vera að góðu kunnur. Jean Michel segir að hópurinn hafi byrjað tökur þriðjudaginn 27. september og muni ljúka sinni vinnu á laugardag ef allt gengur upp. Segir hann að sú fjögurra daga vinna sem unnin verði á Stað muni skila sér í um það bil þremur mínútum í myndinni. Tökurnar á Stað eiga að sýna þegar Daniéle kemur til Suðurskautslandsins og þegar hún yfirgefur það. Hann reiknar með að myndin verði tekin til sýninga seinnihluta næsta árs.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is