Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. september. 2011 03:50

Fallþungi dilka er 16,33 kíló fyrri hluta sláturtíðar

Dilkaslátrun er brátt hálfnuð þetta haustið. Göngum og réttum er víðast hvar lokið eða um það bil að ljúka og bændur í önnum að senda fé til slátrunar. Þrátt fyrir kalt vor og að gróður var seinn til er fallþungi dilka vel í meðallagi miðað við undanfarin ár. Skessuhorn leitaði fregna frá þremur af þeim sláturhúsum sem taka dilka af Vesturlandi til slátrunar.

Í Sláturhúsi Sölufélags Austur - Húnvetninga á Blönduósi er dilkaslátrun um það bil hálfnuð en Gísli Gíslason sláturhússstjóri reiknar með að alls verði slátrað um hundrað þúsund dilkum. Gísli segir fé koma vænt af fjalli en meðalfallþungi á miðri sláturtíð er 16,5 kg sem er vel í meðallagi að hans sögn.

 

 

 

 

Í sláturhúsi KVH á Hvammstanga er fallþungi dilka það sem af er 16,63 kg en Magnús Freyr Jónsson sláturhússstjóri segir fallþunga rétt undir meðallagi miðað við undanfarin ár en meðalfallþungi dilka á sláturtíð í fyrra var 16,69 kg þegar upp var staðið. Segist Magnús reikna með að alls verði slátrað um 85 þúsund dilkum í sláturhúsinu á Hvammstanga nú í haust.

 

Einar Hjálmarsson sláturhússstjóri hjá SS á Selfossi segist reikna með að heildarfjöldi dilka sem slátrað verður á Selfossi í haust komi til með að losa hundrað þúsund en meðalfallþungi dilka þar er 15,8 kg það sem af er sláturtíð.

 

Svo tekið sé meðaltal þessara þriggja sláturhúsa, þaðan sem stór hluti lamba af Vesturlandi fer til slátrunar, er því fallþungi fyrri hluta sláturtíðar í haust 16,33 kíló.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is