Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. september. 2011 12:50

Í minningu Sveins Skorra

Snorrastofa og Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands  gangast fyrir dagskrá í Skemmunni á Fitjum í Skorradal á morgun, laugardag til minningar um prófessor Svein Skorra Höskuldsson. Rithöfundurinn og fræðimaðurinn Sveinn Skorri skilaði samfélagi sínu margvíslegum ávöxtum í formi bóka og rannsókna, en hann bar uppruna sínum fagurt vitni og þeirri togstreitu sem fólst í því að hafa  verið Borgfirðingur í móðurætt og Þingeyingur í föðurætt.  Bókin hans  Svipþing er örlagasaga ættar hans, frásögn af lífsbaráttu nokkurra kynslóða Borgfirðinga og Þingeyinga og spennunni sem þrumir undir. Hann fæddist á Sigríðarstöðum í Suður Þingeyjarsýslu 19. apríl 1930 og ólst upp fyrir norðan og suður í Borgarfirði.

Eftir Svein Skorra Höskuldsson liggja einnig bækur af vettvangi fræðasviðs hans, til dæmis um skáldið Gest Pálsson og Benedikt frá Auðnum. Um langt árabil stundaði hann rannsóknir á verkum Gunnars Gunnarssonar og ævi hans, en ritstörf stundaði hann meðfram kennslu í íslensku bókmenntum við Háskóla Íslands. Sveinn Skorri lést í Reykjavík 7. september 2002.

Dagskráin verður sett kl. 14 og stendur til kl. 17. Að henni koma vinir og samstarfsmenn, nemendur og ættingjar Sveins Skorra og ábúendur á Fitjum í Skorradal, sem var vettvangur í sagnaheimi Sveins Skorra.

 

Páll Valsson íslenskufræðingur flytur erindi um feril Sveins Skorra við ritstörf og fræðimennsku, Ásta Kristín Benediktsdóttir doktorsnemi fjallar um bókina Svipþing og nefnir erindi sitt, Af íslenskum Kapúlettum og Montögum, Rómeóum og Júlíum. Minningaþættir Sveins Skorra Höskuldssonar. Sigríður Höskuldsdóttir systir Sveins bregður upp myndum úr foreldrahúsum og Þormóður Sveinsson sonur hans les úr Svipþingi. Þá munu þeir Árni Björnsson dr. phil og Jónas Kristjánsson fyrrverandi forstöðumaður Árnastofnunar flytja minningarbrot af kynnum sínum við Svein Skorra. Tónlistaratriði munu prýða dagskrána og dagskrárstjóri verður Bergljót S. Kristjánsdóttir prófessor.

 

Ábúendur á Fitjum hafa veitt lið við allan undirbúning dagskrárinnar og hýsa hana í sínu undurfagra umhverfi, sem sannarlega hæfir minningu þessa merka sonar Skorradals og íslenskra bókmennta.

 

Allir eru hjartanlega velkomnir til þessarar dagskrár, kaffiveitingar verða í boði, aðgangseyrir kr. 1000.

(Fréttatilkynning)

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is