Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. október. 2011 06:48

Uppbyggingu raforkuframleiðslu á Hellisheiði lokið

Síðastliðinn laugardag var formlega tekinn í notkun síðasti áfangi raforkuframleiðslu í Hellisheiðarvirkjun þegar tvær 45 megavatta aflvélar voru ræstar. Þær eru staðsettar skammt frá aðalbyggingu virkjunarinnar og var stöðinni gefið nafnið Sleggjan við athöfnina. Hún stendur við mynni Sleggjubeinsdals, steinsnar frá kletti í sunnanverðum Henglinum sem ber sama nafn. Með þessari viðbót er Hellisheiðarvirkjun orðin næst-aflmesta virkjun landsins, alls 303 megavött rafafls. Auk þess eru framleidd þar 133 MW varmaafls, en fyrsti áfangi heitavatnsframleiðslu á Hellisheiði var tekinn í notkun fyrir tæpu ári. Gert er ráð fyrir tveimur síðari áföngum heitavatnsframleiðslu og verður ráðist í þá eftir því sem þörf krefur. Heildarafl fullbyggðrar virkjunar verður þá 303 MW rafafls og 400 MW varmaafls. Til samanburðar er afl Nesjavallavirkjunar 120 MW rafafls og 300 MW varmaafls. Rafmagnið frá Sleggjunni fer að mestu til Norðuráls á Grundartanga.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is