Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. október. 2011 08:01

Bæjarráð staðfesti samning um að ljúka byggingu á Sólmundarhöfða

Samningar hafa tekist milli Regins, dóttur- og eignafélags Landabankans, og Akraneskaupstaðar um að félagið ljúki byggingu fjölbýlishússins að Sólmundarhöfða 7. Samkomulagið var staðfest í bæjarráði sl. fimmtudag. Það gerir ráð fyrir að byggingu hússins verði lokið ekki síðar en í árslok 2012 og íbúðir í húsinu verði þá tilbúnar til afhendingar kaupenda. Sólmundarhöfði 7 hefur verið hvað mest áberandi eftirhreyta hrunsins á Akranesi þar sem hússkrokkurinn tæplega hálfuppsteyptur stendur nánast við gafl dvalarheimilisins Höfða. Byggingafyrirtækið sem ætlaði að selja öldruðum íbúðir í húsinu fór í þrot og hafnaði eignin þá hjá Landsbankanum. Í nokkurn tíma hefur verið leitast við að koma byggingarframkvæmdum á Sólmundarhöfða af stað að nýju. Frá því í byrjun ársins hefur starfshópur skipaður tveimur fulltrúum Akraneskaupstaðar og tveimur frá Regin unnið að málinu. Fulltrúar kaupstaðarins í starfshópnum eru þeir Jón Pálmi Pálsson bæjarritari og Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar.

 

 

 

 

Jón Pálmi sagði í samtali við Skessuhorn að bæjarfulltrúar og bæjarstjóri hafi fylgst með gangi mála og menn telji að náðst hafi ásættanlegt samkomulag um að ljúka byggingu og frágangi lóðar á Sólmundarhöfða 7. Hann sagði að í samningnum fælist að byggingin sem samkvæmt núgildandi teikningum er átta hæðir, yrði sex hæðir.  Fjórum völdum hönnunarstofum yrði boðið að koma að endurhönnun hússins. Er áætlað að í því verði 25-30 söluvænlegar íbúðir. Ræðst fjöldi þeirra meðal annars af því að hugsanlega verði hluta jarðhæðar sem ætlaður var fyrir bílageymslur breytt í íbúðir. Þá er inni í samningum að skoðað verði með byggingu tengigangs milli Sólmundarhöfða 7 og dvalarheimilisins Höfða.

 

Jón Pálmi segir að Regin ætli að selja íbúðirnar í húsinu, en Akraneskaupstaður kemur til móts við félagið og bankann með því að veita tryggingu fyrir leigu 5-7 íbúða í húsinu til allt að sjö ára, en greiðslur vegna þess leigusamnings yrði aldrei hærri en 95 milljónir á því tímabili. Að auki mun Akraneskaupstaður endurgreiða byggingarleyfisgjöld sem nemur minnkun byggingarmagns á lóðinni við endurhönnun. Sú upphæð yrði að sögn Jóns Pálma á bilinu 25 til 30 milljónir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is