Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. október. 2011 10:01

Leiklistarnámskeið næstu fjóra sunnudaga að Hlöðum

„Ertu leikari inn við beinið?“ spyr Guðjón Sigmundsson, eða Gaui litli staðarhaldari í félagsheimilinu Hlöðum á Hvalfjarðarströnd.  Þar vísar hann til námskeiðs í leiklist sem framundan er á vegum Leikfélagsins sunnan Skarðsheiða en á það eru íbúar Hvalfjarðarsveitar, Akraness og Borgarfjarðar velkomnir. Námskeiðið verður haldið fjóra sunnudaga nú í október og hefst um næstu helgi. Þar verður farið yfir grundvallaratriði í leiklist, svo sem raddbeitingu, framkomu, spuna, traust, grín, að byggja upp sjálfstraust, sviðshreyfingar, dans, söng og allt sem viðkemur leiklist og framkomu á leiksviði. „Við ætlum að ræða um leikhús og leikrit og hvað fylgir því að vinna í sýningu, tölum um æfingar, sviðmynd, hár, búninga og fleira. Við ætlum að kafa niður og finna í okkur leikarann,“ segir Gaui.

 

 

 

 

Hann segir að námskeiðið verði fjóra sunnudaga, tvo tíma í senn og að hin ástsæla söng- og leikkona Margrét Eir muni kenna. „Margrét Eir er menntuð söngkona og leikkona frá Emerson College í Boston. Hún hefur starfað sem söngkona í yfir 20 ár og tekið þátt í mörgum uppfærslum á vegum Þjóðleikhússins, Leikfélags Akureyrar og annarra atvinnuleikhópa. Margrét er um þessar mundir að vinna að sýningu sinni "Söngleikir" sem sett verður upp í Tjarnarbíó. Í janúar ætlar hún að taka þátt í uppfærslu Þjóðleikhússins á Vesalingunum. Margrét hefur gefið út þrjár sólóplötur og verið þátttakandi í óteljandi öðrum viðburðum ásamt því að koma fram með helstu tónlistarrmönnum landsins, þar á meðal Frostrósum.“

Gaui segir að fyrsta námskeiðið verði sunnudaginn 9. október og að boðið verði upp á námskeið fyrir börn og unglinga milli klukkan 15 og 16. Námskeið fyrir fullorðna verður milli klukkan 16 og 18.30. Námskeiðin verða haldin að Hlöðum. Hægt er að melda þátttöku hjá Gauja litla í síma 660-8585 eða á gaui@gauilitli.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is