Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. október. 2011 06:48

Fjölmennt skákmót Árnamessu í Stykkishólmi

Það þurfti stærstu hópferðabifreið landsins til að flytja skákmeistara framtíðarinnar til leiks á skákmót Árnamessu í Stykkishólmi sem fram fór sl. laugardag. Mótið var nú haldið í þriðja sinn og hefur fest sig í sessi sem eitt eftirsóttasta og sterkasta barna- og unglingaskákmóts landsins. Í Stykkishólmi bættust við hópinn áhugasamir skákkrakkar af Snæfellsnesi sem kepptu um Snæfellsnesmeistaratitilinn.  Það var Dagbjört Höskuldsdóttir formaður Safna- og menningarmálanefndar Stykkishólmsbæjar sem lék fyrsta leik mótsins fyrir nýbakaðan Norðurlandameistara frá Rimaskóla, Oliver Aron Jóhannesson. Áður hafði Dagbjört minnst Árna Helgasonar sem mótið er kennt við og rifjað upp þátttöku sína forðum í Barnastúkunni Björk nr. 94.

Skákmótið gekk mjög vel fyrir sig. Alls tóku sjötíu krakkar þátt og tefldar voru sex umferðir. Skákstjórar voru þeir Helgi Árnason skólastjóri Rimaskóla, sonur Árna Helgasonar, og Páll Sigurðsson alþjóðlegur skákdómari. Meðal gesta var Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskóla Íslands og þjálfari skáklandsliðsins. „Krakkarnir stóðu sig mjög vel á mótinu og hegðun þeirra var til fyrirmyndar. Þrátt fyrir talsverðan aldursmun keppenda þá virtist gagnkvæm virðing borin fyrir andstæðingnum. Stúlkur voru áberandi í efstu sætum en tæplega tuttugu stúlkur voru skráðar til leiks,“ segir Helgi.

 

Sigurvegari á mótinu í ár varð Birkir Karl Sigurðsson 15 ára gamall nemandi úr Salaskóla í Kópavogi, en hann sigraði einnig á mótinu í fyrra. Birkir Karl sigraði Oliver Aron Jóhanneson 13 ára nemanda úr Rimaskóla í hreinni úrslitaskák. Í þriðja sæti varð Hrund Hauksdóttir 15 ára Íslnadmeistari stúlkna síðustu árin en hún kemur úr Rimaskóla. Vignir Vatnar Stefánsson 8 ára sigraði í yngri flokki og síðast en ekki síst var það Kristinn Hrafnsson 14 ára skákmaður úr Ólafsvík sem varð Snæfellsnesmeistari og óvænt í hópi 10 efstu á mótinu. Glæsilegur árangur hjá Kristni. Fjölmörg fyrirtæki á höfðuborgarsvæðinu og Stykkishólmi gáfu um 40 vinninga og lauk mótinu með verðlaunahátíð. Stykkishólmsbær styrkti mótshaldið og það var því við hæfi að Davíð Sveinsson fulltrúi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar afhenti sigurvegurum mótsins verðlaunin í lokin.

 

„Skipuleggjendur Skákmóts Árnamessu vilja þakka þann velvilja sem Hólmarar veittu við mótshaldið. Enn ein fjöður hefur bæst í hatt Stykkishólms sem státar af fallegum og umhvefisvænum bæ, afreksliðum í körfuknattleik og miklu safna- og menningarmálastarfi.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is