Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. október. 2011 08:01

Mikil skemmdarverk unnin í bústöðum

Í ljós hefur komið við rannsókn á innbroti í íbúðarhús í Hvalfirði fyrir skömmu, að sömu aðilar og urðu uppvísir að innbrotinu þar hafa brotist inn í átta sumarbústaði í Skorradal. Litlu var stolið í þessum bústöðum en þjófarnir höfðu komist yfir stórar axir sem þeir notuðu óspart við að stórskemma innanstokksmuni; klósett, raftæki ofl. Virðist sem mennirnir hafi verið í einhvers konar æðiskasti við þessa iðju. Lögreglan í Borgarfirði og Dölum handtók þessa menn á Draghálsi að kvöldi 26. september sl. og var annar þeirra þá enn mjög æstur og talinn undir áhrifum örvandi efna. Innan við fjórum stundum áður höfðu þeir brotist inn í íbúðarhúsið í Hvalfirðinum og stolið þaðan m.a. haglabyssu. Þeir hafa því farið nokkuð víða og haldið sig vel að verki en eru nú komnir bak við lás og slá, þar sem þeir verða a.m.k. í fjóra til sex mánuði.

 

 

 

Forsvarsmenn félaga sumarbústaðaeigenda í Skorradal hafa fundað um þessi mál, hvernig grípa megi til varna gegn auknum innbrotum og skemmdarverkum á þessum griðarstöðum sem oft eru annað heimili fólks. Hafa sumarhúsaeigendur m.a. í huga að setja sameiginlega upp þjófavarnabúnað, aðgangsstýrð hlið og myndavélabúnað í sínum hverfum. Þá er í undirbúningi að halda íbúafund í Hvalfjarðarsveit undir svipuðum formerkjum. Þar er fólk, að sögn lögreglu, orðið uggandi vegna síðustu tíðinda, þar sem brotist var inn íbúðarhús að kvöldlagi þegar ábúendur hafa rétt brugðið sér af bæ.

Samkvæmt upplýsingum Theodórs Þórðarsonar yfirlögregluþjóns er lögreglan tilbúin að mæta á íbúafundi til að ræða þessi mál. Lögreglunni hefur á síðustu 10-12 árum tekist að upplýsa öll stærstu málin í umdæminu, þ.e.a.s. öll innbrot þar sem brotist hefur verið inn í fimm bústaði eða fleiri í einu af sömu aðilunum. Slíkt hefur, að mati Theodórs, heldur hamlað gegn innbrotafaröldrum fram til ársins 2010, en þá byrjuðu innbrot að aukast í orlofshús í héraðinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is