Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. október. 2011 09:01

Framleiðir þaratöflur til útflutnings

Jón Árni Sigurðsson stofnaði fyrirtækið Gullstein á Reykhólum hrunárið 2008. Undir merkjum Gullsteins hefur hann unnið að framleiðslu á þaratöflum til útflutnings. Hann hefur í samstarfi við bræðurna Guðna og Ingólf Guðnasyni og fleiri unnið að markaðssetningu framleiðslu sinnar og hefur á þessu ári sent prufusendingar víða erlendis. Hann er þó ekki nýr í faginu þar sem hann hefur frá árinu 2000 framleitt töflur sem innihalda þang og þara fyrir Heilsu ehf sem fáanlegar hafa verið í búðum hérlendis. Töflurnar sem Jón framleiðir til útflutnings eru eingöngu framleiddar úr þara en joð innihald hans er talið meðal kosta við sölu erlendis. Íbúar ýmissa landa, sérstaklega í mið Evrópu, búa við joðskort vegna sífellt minnkandi neyslu á fiski.

Í innanlandsframleiðsluna blandar hann hins vegar saman þangi og þara til að minnka joðinnihald svo töflurnar samræmist innlendum heilbrigðisreglugerðum.

 

Tímafrekt úttektarferli

„Nú reynir bara á þolinmæðina að bíða eftir að þetta fari að skila einhverju. Þetta hefur verið mín aukavinna þangað til við ákváðum að fara í vinnu við markaðssetningu erlendis,“ segir Jón Árni. Þeir sem standa með mér að markaðssetningunni hafa stofnað fyrirtækið „Ísland hvar er þín fornaldarfrægð“ um þá vinnu. Við höfum verið að senda prufusendingar til Kanada, Japan, Malasíu, Króatíu, Þýskalands og fleiri landa. Það er mjög tímafrekt ferli þar sem svona vara þarf að fara í gegnum úttektarferli víðast hvar en meðal annars þarf að rannsaka efnainnihald mjög ítarlega út frá gæðakröfum og heilbrigðisreglugerðum í hverju landi fyrir sig. En sú vinna er víða á endasprettinum svo það gæti verið tíðinda að vænta fljótlega, til dæmis í Þýskalandi, Japan og Króatíu.“

 

Hefur allt sem líkaminn þarfnast

Þaratöflurnar eru í beinni samkeppni við aðra og kannski þekktari vöru sem heitir Spirulina og er ferskvatnsþörungur. Spirulina hefur verið seld í heilsubúðum um árabil og er rómuð sem allra meina bót. Þörungatöflurnar eru fyllilega sambærilegar að gæðum en í þeim eru öll þau efni sem líkaminn þarfnast. „Maðurinn gæti lifað ágætislífi á þaratöflum eingöngu. Það eru framleiddar þaratöflur víða svo framleiðslan er að koma inn í samkeppni við aðra framleiðendur erlendis. Japanir neyta mikils magns af þara en þeirra vandamál er að flest þeirra þaramið eru ónýt vegna mikilliar geyslavirkni í hafinu umhverfis Japan svo þar eru miklir möguleikar.

 

Hunda- og kattanammi sem aukabúgrein

Jón hefur ekki getað haft alfarið lifibrauð af framleiðslu á þangtöflum fyrir innanlandsmarkað. Hann hefur síðan árið 2006 framleitt hunda- og kattanammi úr harðfisksmulningi sem hann fær að sunnan, pressar í töflur og pakkar í þar til gerðar umbúðir. Nammið er framleitt í samstarfi við Fisksöluskrifstofuna í Hafnarfirði sem leggur Jóni til hráefni og umbúðir í framleiðsluna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is