Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. október. 2011 11:15

Borgfirska hljómsveitin Eldberg með útgáfutónleika

Borgfirska hljómsveitin Eldberg mun fagna útkomu fyrstu hljómplötu sinnar með útgáfutónleikum þar sem sveitin leikur plötuna í heild sinni. Fyrstu tónleikarnir verða í hátíðarsal FÍH kl. 20 annað kvöld, fimmtudaginn 6. október, en frítt verður inn á þá tónleika. Þá spilar sveitin einnig fimmtudaginn 13. október kl. 21 á Græna Hattinum Akureyri. Þá verður fluttur útvarpsþáttur kl. 22 annað kvöld þar sem platan verður spiluð í heild sinni af vinylnum með léttu spjalli frá meðlimum á milli laga.

 

 

 

 

 

Hljómsveitin Eldberg var stofnuð í Borgarfirði síðla árs 2008 af þeim Jakobi Grétari Sigurðssyni trommuleikara, Ásmundi Svavari Sigurðssyni bassaleikara, Reyni Haukssyni gítarleikara og Atla Má Björnssyni hljómborðsleikara. Hljómsveitin byrjaði strax að æfa eigin lög og þróa sinn stíl. Um mitt ár 2009 hætti Atli Már og í hans stað kom orgelleikarinn Kristján Ingi Arnarsson úr hljómsveitinni Ferlegheitum og stuttu eftir komu hans í bandið gerði hljómsveitin sínar fyrstu upptökur. Eftir nokkurra mánaða dvöl hjá hljómsveitinni hætti Kristján en þá var sveitin búin að gera prufuupptökur af lögum eins og Sunnan við sól, Austan við mána og Ég er lífsins brauð. Eldberg var tríó fram á byrjun árs 2010 en þá bættust í hópinn Þór Birgisson söngvari, nú leikari, og Heimir Klemenzson núverandi hljómborðsleikari. Við komu þessara tveggja meðlima hóf sveitin að æfa af krafti en í byrjun sumars sama ár hætti Þór en í hans stað var fenginn söngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson og nú var stefnt á hljómplötugerð.

 

Sumarið 2010 var fyrsta hljómplatan æfð og spiluð inn ''live'' um haustið í Hljóðsmiðju Péturs Hjaltested en einnig kom Sigurður Rúnar Jónsson, betur þekktur sem Diddi fiðla, að gerð plötunnar. Hljómsveitinni var boðinn plötusamningur hjá sílenska útgefandanum Mylodon Records um sumarið sem hún þáði en hljómsveitin ákvað sjálf að standa að útgáfu vínilplötu og platan því unnin með þá útgáfu í huga. Platan er nú kominn út bæði á geislahljómplötu og vínylhljómplötu en vínylplatan inniheldur frítt niðurhal af plötunni af veraldarvefnum og er fáanleg í öllum helstu plötubúðum landsins. „Hlustið og þér munuð heyra, þar er heimur hugans,“ segja þeir félagar í Eldbergi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is