Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. október. 2011 03:42

Baldur fer ekki í Vestmannaeyjasiglingar án siglinga yfir Breiðafjörð

Páll Kr. Pálsson stjórnarformaður Sæferða í Stykkishólmi segir ekki forsendur fyrir að nýta Breiðafjarðarferjuna Baldur í siglingar milli Vestmannaeyja og Laneyjahafnar í vetur nema fengið verði annað skip sem geti fullnægt siglingaleiðinni yfir Breiðafjörð. “Við erum reiðubúin til að setjast við borðið og ræða þessi mál. Siglingaleiðin yfir Breiðafjörð er hins vegar lífæðin í okkar starfsemi og því verður ekki breytt. Annars er þessi hugmynd mjög spennandi, ef það er hægt að finna leið sem þjónar hagsmunum allra, þ.e. einstaklingum og fyrirtækjum í Vestmannaeyjum og á sunnanverðum Vestfjörðum, Vegagerðinni og Sæferðum,” sagði Páll í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

 

Fram hefur komið að Siglingastofnun telur æskilegt að nota Breiðafjarðarferjuna Baldur meira við siglingar um Landeyjahöfn í vetur, en eins og kunnugt er leysti Baldur Herjólf af hólmi síðastliðinn septembermánuð. Gísli Viggósson, forstöðumaður rannsókna- og þróunarsviðs Siglingastofnunar, sagði í nýlegu viðtali við Ríkisútvarpið að Baldur henti betur í Landeyjarhöfn bæði vegna þess að djúprista Baldurs er 2,7 metrar sem þýði að dýpka þurfi mun minna í höfninni en vegna Herjólfs sem ristir 4,3 metra. Þá sé formið á skipinu þannig, sérstaklega að aftanverðu, að það hafi ekki lent í sömu erfiðleikum og Herjólfur þegar það sigli inn í straumi og mikilli ölduhæð. Baldur er hins vegar ekki með leyfi til að sigla um úthaf og því þurfti Siglingastofnun að veita undanþágu þegar hann sigldi milli lands og eyja í síðastliðnum mánuði.

“Baldur var að sigla á úthafi þegar við keyptum skipið frá Hollandi. Með tiltölulega einföldum hætti ætti að vera hægt að gera ákveðnar breytingar á skipinu og veita því varanlegt leyfi til að sigla milli Eyja og lands, því það eru ekki stöðugleikamál, eða önnur stærri mál, sem koma í veg fyrir það,” segir Páll aðspurður um þetta vandamál.

Páll segir að það sé í raun í höndum ríkisvaldsins að ákveða framhaldið. “Landeyjahöfn var byggð sem hluti af stærri pakka, þ.e. ásamt skipi sem henta myndi höfninni og siglingaleiðinni. Skipið er hinsvegar ókomið og því sitjum við uppi með þetta vandamál. Nú þarf greinilega að marka einhverja heildarstefnu í þessum málum,” sagði Páll að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is