Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. október. 2011 09:01

Niðurstöðurnar hvatning til að gera enn betur

Í úttekt sem gerð var á vegum mennta- og menningarmála-ráðuneytis og birt var síðastliðið vor er starfsemi Grunnskólans í Borgarnesi sögð til fyrirmyndar. Þar segja skýrsluhöfundar meðal annars að starfsemi skólans beri stjórnendum og nemendum gott vitni. Þar sé unnið metnaðarfullt og framsækið starf sem byggi á gamalli hefð og hugmyndaríkum stjórnendum, öflugu starfsfólki og góðum nemendum.  „Við höfum unnið markvisst að þessu í alllangan tíma en samt sem áður varð útkoman talsvert betri en við leyfðum okkur að vona,“ segir Kristján Gíslason skólastjóri í samtali við Skessuhorn. „Þessi góði árangur byggir á úrvals starfsfólki, nemendum og foreldrum en þessir þrír hópar eiga heiður skilinn fyrir það hvernig til hefur tekist í starfi skólans og þess góða árangurs sem við erum að ná.

Niðurstöður skýrslunnar eru okkur hvatning til að halda áfram á sömu braut en ekki réttlæting til að setjast með hendur í skaut og segja að nú sé komið gott. Í skýrslunni eru einnig mjög góðar og gagnlegar ábendingar sem við munum nota til að bæta skólastarfið enn frekar. Gott skólastarf byggir á þvi að allir haldi vöku sinni varðandi það hvað vel er gert og hvað má betur fara,“ segir Kristján.

 

Í niðurstöðum úttektarinnar er vikið að því að eftirtekt veki góð tenging milli skólastiga og segir Kristján að sú tenging hafi gefið góða raun. „Leikskólakrakkar koma í heimsóknir í skólann þegar líða fer að lokum leikskólavistar og kynna sér hvað bíður þeirra þegar í grunnskóla kemur. Þá hafa tíundu bekkingar notið góðs af samstarfinu við Menntaskóla Borgarfjarðar og á líðandi vetri eru tíu nemendur í tíunda bekk í einum til tveimur áföngum sem muni auðvelda og flýta fyrir þeim í framhaldsnámi.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is