Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. október. 2011 11:54

Afmælis Grundaskóla fagnað með samsöng

Þessa dagana er því fagnað að Grundaskóli á Akranesi er 30 ára. Í morgun var efnt til mikils samsöngs í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum. Húsið var nánast smekkfullt af syngjandi fólki; nemendur og starfsfólk, börn úr leikskólunum í hverfinu og þeir foreldrar sem tök höfðu á mættu á afmælissönginn. Þá mættu einnig nokkrir fyrrum starfsmanna skólans til þessarar hátíðarstundar, m.a. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og fyrrum skólastjóri Grundaskóla. Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri flutti ávarp í upphafi samkomunnar, en meðal annars voru afhent verðlaun og viðukenningar vegna Norræna skólahlaupsins í haust. Í þetta skiptið var þátttaka óvenjugóð í hlaupinu og nemendur hlupu fleiri kílómetra en nokkru sinni áður.

 

 

 

 

Afmælis Grundaskóla verður minnst með margvíslegum hætti en meðal annars verður kökudagur í skólanum á morgun. Í vikunni verður einnig frumsýnd ný mynd eða myndbrot úr sögu skólans, en Grundaskóli á einstakt myndasafn sem nær ekki einvörðungu utan um þrjátíu ára sögu skólans heldur er safnið mikil heimild um Akranes og uppbyggingu í skólahverfinu.

 

Grundaskóla hefur í tilefni afmælisins borist gjafir frá Hollvinafélagi skólans, sem hefur að skipa gömlum nemendum og starfsfólki. Um stórgjöf er að ræða sem metin er á þrjár milljónir króna, eina milljón fyrir hvern áratug í starfi skólans. Gjöf þessi samanstendur af tækjum í tölvustofu, safn íslenskra kvikmynda á bókasafni, vinna við að færa myndbandasafn skólans yfir á stafrænt form, tæki í smíðastofu, leiktæki í skóladagvist og fleira.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is