Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. október. 2011 09:54

Fjölgun í öllu framhalds- og háskólanámi nema starfsnámi

Í nýjum tölum sem Hagstofa Íslands hefur tekið saman um fjölda nemenda í skólum landsins kemur m.a. fram að samtals brautskráðust 5.795 nemendur af framhaldsskólastigi með 6.515 próf skólaárið 2009-2010. Þetta er fjölgun um 110 nemendur frá fyrra ári, eða 1,9%. Aldrei áður hafa svo margir nemendur útskrifast af framhaldsskólastigi á einu skólaári síðan gagnasöfnun Hagstofunnar hófst árið 1995. Ástæðan er meðal annars sú að stórir árgangar eru að fara í gegnum framhaldsskólann. Stúlkur voru nokkru fleiri en piltar meðal brautskráðra, eða 53,6% nemenda.

 

 

 

 

Samtals útskrifuðust 3.163 stúdentar úr 33 skólum skólaárið 2009-2010; 151 fleiri en skólaárið áður. Konur eru 58,1% nýstúdenta og tæplega 52% stúdenta eru tvítugir á brautskráningarárinu. Náttúrufræðibraut hefur tekið við af félagsfræðabraut með flestar brautskráningar eða 1.046 en 979 luku félagsfræðabraut. Þá brautskráðust 609 úr viðbótarnámi til stúdentsprófs að loknu starfsnámi og úr frumgreinadeildum.

 

Brautskráningum úr starfsnámi á framhaldsskólastigi fækkaði úr 3.362 í 3.331, eða um 0,9%. Brautskráningar með sveinspróf voru 644 og fækkaði um 92 frá fyrra ári (12,5%). Karlar eru rúmlega 80% þeirra sem ljúka sveinsprófi. Sveinar voru flestir í aldursflokknum 22-24 ára á síðasta skólaári en næstu þrjú ár á undan var aldurshópurinn 25-29 ára fjölmennastur. Langflestir sveinar luku prófi í húsasmíði, 181 talsins en 91 lauk prófi í rafvirkjun. Brautskráðir iðnmeistarar voru 175, tuttugu færri en árið á undan. Karlar eru 72,6% meistara og þrír af hverjum tíu eru 40 ára eða eldri þegar þeir brautskrást sem iðnmeistarar.

Á háskóla- og doktorsstigi útskrifuðust 4.085 nemendur með 4.107 próf skólaárið 2009-2010. Tveir af hverjum þremur sem luku háskólaprófi eru konur. Brautskráðum nemendum fjölgaði um 651 eða 19% eftir fækkun árið á undan. Fjölgunin er mest meðal nemenda sem ljúka diplómunámi að lokinni Bachelorgráðu, en þeim fjölgar um 37%. Þá fjölgar nemendum sem luku meistaragráðu um 25,4% og hafa ekki verið fleiri á einu skólaári. Alls luku 1.102 meistaragráðu á skólaárinu.

 

Brautskráðir doktorar voru 33 á skólaárinu, 17 karlar og 16 konur. Doktorar voru fimm fleiri en árið á undan, sem er 17,9% fjölgun. Aldrei áður hafa fleiri lokið doktorsprófi á einu skólaári. Elsti nemandinn sem lauk háskólaprófi var áttræður, elsti nýsveinninn var 61 árs og elstu nýstúdentarnir voru 59 ára skólaárið 2009-2010. Yngstu nýstúdentarnir voru 17 ára, yngstu sveinarnir 19 ára og þeir yngstu sem luku Bachelorgráðu voru 21 árs.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is