Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. október. 2011 10:57

Landsbankinn býður nú einnig óverðtryggð húsnæðislán

Landsbankinn kynnir í dag breytingar á markaði útlána- og innlánaflokka sem marka ákveðin þáttaskil á íslenskum lánamarkaði, eins og segir í tilkynningu frá bankanum. „Í boði eru óverðtryggð íbúðalán með föstum vöxtum til 3ja eða 5 ára. Þá verða breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum lækkaðir verulega, eða úr 4,3% í 3,9. Að auki er nú í boði nýr sparnaðarreikningur, fastvaxtareikningur með allt að 5,20% föstum vöxtum út binditímann. Enn fremur verður í boði á nýju sviði Landsbankans, bíla- og tækjafjármögnun.“

 

 

 

 

Nýverið reið Arion banki á vaðið og kynnti óverðtryggð íbúðalán með 6,45% vöxtum. Nú má segja að Landsbankinn fylgi í kjölfar Arion banka og bæti lítillega um betur. Þannig er vaxtastig LÍ 0,05% hagstæðara og í boði er lán með þessum vöxtum fyrir allt að 70% af veðrými fasteignar til allt að 40 ára. Í tilboði Arion banka fólust svipuð kjör fyrir allt að 60% veðrýmis. „Viðskiptavinir geta endurfjármagnað lán sín án lántökugjalds séu þau hjá Landsbankanum og við endurfjármögnun íbúðalána þarf ekki að greiða stimpilgjald af þeim hluta nýja lánsins sem fer í að greiða eldra fasteignalán,“ segir í tilkynningu frá LÍ.

 

Íbúðalánin

Landsbankinn býður viðskiptavinum upp á óverðtryggt lán á föstum vöxtum eða verðtryggt með breytilegum vöxtum. Hámarkslánshlutfall er 70%. Öll íbúðalán eru til allt að 40 ára þannig að viðskiptavinir hafa mikinn sveigjanleika í vali á lengd lánstíma. Viðbótarlán er í boði fyrir allt að 85% af markaðsvirði eða verðmati eignar þar sem lánað er til allt að 15 ára með jöfnum afborgunum, sem hraðar eignamyndun. Lántaki hefur svigrúm til að velja að festa vexti aftur til 36 eða 60 mánaða þegar vaxtatímabili lýkur og þarf hann að tilkynna það bankanum í síðasta lagi á lokagjalddaga fastvaxtatímabils. Ef lántaki aðhefst ekkert verður lánið með breytilegum óveðtryggðum vöxtum skv. vaxtatöflu bankans, út lánstímann. Innan 30 daga fyrir endursetningu vaxta getur viðskiptavinur greitt inn á lánið eða greitt það upp án uppgreiðslugjalds.

 

Bílasamningar

Bíla- og tækjafjármögnun er nýtt svið innan Landsbankans sem varð til með sameiningu SP-Fjármögnunar hf. og Avant hf. við bankann. Bankinn kynnir nú nýjar leiðir til að fjármagna kaup á bifreiðum. Hægt verður að velja um óverðtryggða bílasamninga, með föstum vöxtum til 36 mánaða á vildarkjörum, sem nú eru 8,95%, eða á breytilegum 8,55% vöxtum. Fyrir þá sem kjósa verðtryggingu er hægt að velja breytilega vexti sem eru á vildarkjörum nú 7,80%. Bílasamningar geta að hámarki verið til 7 ára að frádregnum aldri ökutækis.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is