Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. október. 2011 12:01

Grænlenskir ferðamenn nutu aðstoðar Snæfellinga

Það er margt sem getur komið upp á í upplýsingamiðstöðvum ferðamanna og sjálfsagt afar misjafnt hvernig unnt er að greiða úr ólíkum vandamálum. Hér á eftir er lítil hrakfallasaga grænslenskra ferðalanga sem fengu farsæla úrlausn sinna mála með aðstoð velviljaðra starfsmanna Átthagastofunnar í Ólafsvík og fleiri Snæfellinga. Starfsfólk Átthagastofunnar leggur  sig í líma við þjónustuna eins og nýleg hrakfallasaga grænlenskra hjóna og vinar þeirra á báti sannar. Saga ferðalanganna hófst á því að þeir höfðu flogið frá Grænlandi til Danmerkur og keypt þar bát. Ætluðu að sigla honum frá Danmörku til Noregs, suður fyrir Ísland og svo áfram til Grænlands. Þegar siglt var vestur fyrir landið bilaði hins vegar önnur túrbínan í bátnum og var ákveðið að sigla inn til Ólafsvíkur.

Þegar þangað var komið héldu hjónin í Átthagastofuna og hittu þar Kristínu Björgu og Barböru að máli. Reyndu þau að gera sig skiljanleg sem var erfitt því þau töluðu grænlensku og dönsku í bland en gátu þó gert sig skiljanlega um að túrbínan væri biluð í bátnum og spurðu hvort að hægt væri að kaupa nýja. Ekki var það unnt, en ákveðið að fara út í Rif í Vélsmiðju Árna Jóns. Eftir nokkra leit fannst notuð túrbína í Danmörku og eftir nokkurra daga bið fékk Átthagastofan sendingu frá Danmörku og var þar túrbínan komin. Var henni komið í vélsmiðjuna þar sem hún var sett í.

Fóru þá Grænlendingarnir siglandi áleiðis heim. Þá vildi ekki betur til en svo að þegar ferðalangarnir voru úti af Rifi fengu þeir í skrúfuna, slitu vélarfestingu og tengi og fór báturinn að leka. Gátu bátsverjar bjargað sér inn til Rifs þar sem báturinn var tekinn á land og fyrirséð að það tæki nokkra daga að gera við.

 

Þegar þarna er komið við sögu þurfti konan í hópnum að komast heim til Grænlands í vinnu. Starfsmenn Átthagastofunnar voru ekki hættir að aðstoða fólkið og aðstoðuðu við að bóka hótel, flug og koma konunni á rútuna áleiðis suður. Kvaddi konan þær Kristínu og Barböru með tárin í augunum af þakklæti og taldi að fyrst þau hefðu orðið fyrir þessum bilunum og töfum hefði það ekki getað gerst á betri stað því svo vel hefði verið tekið á móti þeim og allir boðnir og búnir að aðstoða. Hvað bátinn varðar var hann sjósettur í gær og ferðinni haldið áfram til Grænlands. Ekki hefur heyrst annað en heimferðin gangi loks að óskum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is