Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. október. 2011 04:57

Lýsa yfir vonbrigðum með ummæli ráðherra um sérkennslumál

Stjórn Skólastjórafélags Vesturlands lýsir yfir vonbrigðum vegna ummæla Svandísar Svavarsdóttur menntamálaráðherra í morgunútvarpsþætti á Rás 2 í morgun.  Þar ræddi menntamálaráðherra um samspil greininga á nemendum grunnskólanna og fjárframlaga úr Jöfnunarsjóði og sagði m.a. í því samhengi:  „Samspil fjárframlaga til skóla og fjölda þeirra greininga sem skólinn fær og að það skuli beinlínis vera hvati til þess að kalla eftir greiningum að fá viðunandi fjármagn til þess að standa straum af sérkennslu“.

 

 

 

Í yfirlýsingu frá Skólastjórafélagi Vesturlands, sem undirrituð er af Magnúsi Jónssyni formanni segir m.a. “Skólar haga sínum sérkennslumálum út frá áætlun hvers skóla, enda fjármagn frá Jöfnunarsjóði aðeins brot af þeim kostnaði sem fellur til við málaflokkinn innan skólanna. Undir engum kringumstæðum er umrætt fjármagn afgerandi þáttur varðandi ákvarðanir um sérkennslu. Þar ræður eingöngu þörf hvers nemanda á sérkennslu og möguleikar skólanna til að mæta þeirri þörf.”

 

Í yfirlýsingunni segir ennfremur að menntamálaráðherra hljóti að vera ljóst að greiningar á nemendum komi til vegna gruns forráðamanna og/eða starfsmanna skóla um námsvanda eða annan vanda. Þeim grun er vísað til úrlausnar sérfræðings utan skólans og því algerlega út í hött að fjárveitingar séu hvatinn til að kalla eftir greiningu, heldur sé verið að bregðast við umræddum grun.

 

Jafnframt lýsir Skólastjórafélag Vesturlands yfir vanþóknun á eftirfarandi ummælum ráðherrans: „sérstaklega þegar við erum að tala um litla skóla úti á landi sem eru vanbúnir til þess að sinna skóla án aðgreiningar til að mynda, eða koma til móts við mjög fjölbreyttar þarfir nemenda. Að þá séu þeir svo vanbúnir að þeir í raun og veru ýti á eða skólastarfið verði sjálfstæður hvati til að kalla eftir greiningum“.

 

Skólastjórafélagið segir að það að ráðherra menntamála ákveði að draga ákveðinn hóp skóla út úr heildarmynd skólastarfs í landinu sé í hæsta máta óviðeigandi, ekki síst í ljósi þess að umræddir skólar eru oft á tíðum kallaðir til aðstoðar við að leysa mál nemenda sem ekki hefur tekist að leysa í skólum annarrar gerðar.

 

“Skólar á Vesturlandi hafa á undanförnum árum lagt gríðarlegan metnað í að sinna sérkennslumálum. Þar er ekki hægt að benda á neina eina skólagerð frekar en aðra. Því er það einlæg ósk félagsins að ráðherra sýni skólastarfi grunnskólanna þá virðingu að forðast alhæfingar í þeim anda sem hér er bent á,” segir í yfirlýsingunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is