Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. október. 2011 03:56

ÍAV með lægsta tilboðið í Vaðlaheiðargöng

Sameiginlegt tilboð Íslenskra aðalverkaka og Marti Contractors frá Sviss í gerð Vaðlaheiðarganga var lægst, en tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Tilboð þeirra hljóðaði upp á ríflega 8,8 milljarða króna eða um 95% af kostnaðaráætlun. Önnur tilboð voru á bilinu 9,5 milljarðar upp í 10,8 frá íslenska samstarfshópnum Norðurverki, frá Ístaki og í sameiginlegu tilboði Metrostav og Suðurverks. Tilboð ÍAV var það eina undir kostnaðaráætlun, en tilboð Norðurverks sem samanstendur af mörgum íslenskum verktökum er einnig mjög nálægt kostnaðaráætlun, eða 101,8%. Áætlað er að kostnaður við gerð Vaðlaheiðarganga verði borgaður til baka í gegnum veggjald líkt og Hvalfjarðargöng. Gangamunnar gegnt Akureyri og við Vaglaskóg þýða að 7 kílómetra löng göngin, eru 16 kílómetrum styttri leið en um Víkurskarðið og um það bil 20 mínútna stytting í tíma, frá Akureyri til fjölförnustu staðanna í Þingeyjarsýslu; Húsavíkur og Mývatns.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is