Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. október. 2011 06:05

Fæddi barn í sjúkrabíl

Síðastliðinn mánudag fæddist barn í sjúkrabíl frá Grundarfirði. Sjúkraflutningamenn voru kallaðir út í Grundarfirði um hádegisbil til að flytja konu á fæðingadeild HVE á Akranesi. Barninu lá hins vegar svo á að komast í heiminn að það gat ekki beðið þar til sjúkrabíllinn komst alla leið á Akranes. Þegar nálgast var Borgarnes var konan, Anna Gorzelska, komin að fæðingu og brugðu sjúkraflutningamenn og ljósmóðir sem var með í för á það ráð að renna að heilsugæslustöðinni í Borgarnesi. Farið var í bílskýli sjúkrabíla, þar sem Anna fæddi 14,5 marka stúlku. Eftir fæðinguna voru mægðurnar fluttar á fæðingadeild HVE á Akranesi og heilsast þeim vel.

 

 

 

 

 

Það var ljósmóðir Grundfirðinga, Hildur Sæmundsdóttir, sem tók á móti barninu. “Við sáum það strax þegar við lögðum af stað frá Grundarfirði að við myndum jafnvel ekki ná alla leið,” sagði Hildur í samtali við Skessuhorn. “Fæðingin gekk mjög hratt fyrir sig en þetta er annað barn þeirra hjóna. Þegar við vorum síðan komin að Langá á Mýrum ákváðum við að gera barnið að Borgnesingi og stoppuðum þar. Aðalatriðið er að allt gekk ljómandi vel og þetta var yndislegur dagur,” sagði Hildur ljósmóðir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is