Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. október. 2011 09:01

Fólk er alltaf að kíkja í “ölið”

Orðið ölkelda er samsett úr orðunum öl og kelda og þýðir á fornnorsku “uppspretta” eða “lind”. Ölkelda er því, eins og nafnið gefur til kynna, uppspretta vatns sem inniheldur kolsýru og á uppruna sinn í storknandi kviku í iðrum jarðar. Flestar íslenskar ölkeldur er að finna á Snæfellsnesi, en einnig er þær að finna á Ölkelduhálsi í Hengli og við Leirá í Borgarfirði. Bærinn Ölkelda stendur í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi en þar reka bræðurnir Kristján og Jón Svavar Þórðarsynir félagsbú. Þeir segjast ekki þekkja neitt annað en stöðugan gestagang að bænum, fólk er alltaf að kíkja í “ölið” og sjálfir drekka þeir ölkelduvatn með öllum mat. “Þetta er auðvitað meinhollt, inniheldur kolsýru, steinefni, járn og kalk, en við bræðurnir erum bara ekki nógu miklir viðskiptamenn til að gera eitthvað meira með vatnið,” sagði Kristján í byrjun spjalls. Hann segir þúsundir manna kíkja á hlaðið á hverju sumri en ölkelduvatnið er mjög vinsælt til drykkjar. “Það væru eflaust margir búnir að markaðssetja þetta einhvern veginn. Möguleikinn er allavega fyrir hendi.”

 

Spjallað er við bræðurna Kristján og Jón Svavar Þórðarsyni á Ölkeldu í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is