Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. október. 2011 06:45

Segir niðurskurð til FVA óeðlilegan

Aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, Jens B. Baldursson, segir niðurskurð til Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi samkvæmt nýju fjárlaga frumvarpi mikinn og meiri en til flestra annarra framhaldsskóla. Skólinn hafi verið rekinn með halla undanfarin ár þrátt fyrir nánast stöðugan samdrátt og endalausan sparnað. Skólinn búi því ekki yfir ónýttum tekjustofni sem hægt sé að sækja í. Skorturinn á rekstrarfé sé slíkur að tölvukennarar eru án tölvu, ónýtar perur eru ekki endurnýjaðar nema um það bil önnur hver, skjávarpa er ekki hægt að endurnýja og varla er hægt að greiða rafmagn og hita.

 

 

 

 

Í grein sem Jens skrifar í Skessuhorn vikunnar segir meðal annars: “Rafmagn, hiti og annar rekstur er greiddur af innritunargjöldum og öðrum gjöldum sem innheimt eru af nemendum. Það nægir engan veginn. Í fjárlögum er gert ráð fyrir rekstrarframlagi til skólans eins og annarra skóla. Það fæst ekki greitt og engin skýring er gefin.” Jens segir aðalástæðuna fyrir hallanum vera að framlög á hvern nemenda séu of lág. Framlag ríkisins á hvern nemanda í FVA séu 846 þúsund krónur samkvæmt fjárlögum. Til samanburðar fær hver nemandi í Menntaskóla Borgarfjarðar 1035 þúsund og í Fjölbrautaskóla Snæfellinga er framlagið 1014 þúsund krónur. Verknámsskólar, líkt og FVA, fá hærra framlag en bóknámsskólar því hópar í verknámi eru minni en í bóknámi. Skólar sem taka við öllum nemendum fá hærra framlag en skólar sem valið geta bestu námsmennina.

“Erfiðleikarnir hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands hófust ekki með kreppunni og tengjast því ekki viðbrögðum stjórnvalda við henni. Skólinn hefur átt í erfiðleikum allan síðasta áratug. Nemendum FVA fækkaði eftir stofnun skólanna á Snæfellsnesi og í Borgarnesi. Skólinn varð óhagkvæmari enda eru stærri skólar hagkvæmari en hinir minni. Minnstu skólarnir hafa fengið sérstakt framlag til að þeir geti haldið úti kennslu. FVA er of stór til að fá slíkt aukaframlag vegna smæðar en of lítill til að lifa af við núverandi fjárveitingar. Þessu verður að mæta með hærra framlagi á hvern nemanda,” segir Jens B. Baldursson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is