Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. október. 2011 09:40

Snæfellsstúlkur með sigur í fyrsta leik

Snæfell gerði góða ferð á Hlíðarenda í gærkvöldi þegar liðið mætti Valsstúlkum í fyrsta leik tímabilsins í Iceland Express deild kvenna. Lokatölur voru 70-79 Snæfellingum í vil og voru nöfnurnar Hildur Sigurðardóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir atkvæðamestar í liði gestanna.

Snæfellsstúlkur voru sterkari strax frá byrjun þó að nýliðar Vals hafi spilað góðan leik á köflum. Níu stiga munur var á liðunum eftir fyrsta leikhluta, 19-28 fyrir Snæfell. Valsstúlkur komu ákveðnar til leiks í öðrum fjórðungi en Snæfellingar voru skrefinu á undan allan leikinn. Liðin skiptust á körfum út fyrri hálfleik en Snæfell var alltaf yfir og staðan 32-39 í hálfleik.

 

 

 

 

Gestirnir héldu bílstjórasæti sínu áfram og var Hildur Sigurðardóttir gjörsamlega óstöðvandi það sem eftir lifði leiks. Valsliðið hafði þó ekki gefist upp, spilaði ákveðna svæðisvörn en náðu þó aldrei að skapa verulega hættu. Á síðustu sekúndunum skiptust liðin á að skora af vítalínunni en leiknum lauk með 70-79 sigri Snæfells sem gerði í raun út um leikinn í fyrsta leikhluta. Valsstúlkur eltu allar götur síðan en náðu aldrei að komast yfir í leiknum.

Eins og áður sagði var Hildur Sigurðardóttir lang atkvæðamest í liði Snæfells með 24 stig og níu fráköst. Hildur Björg Kjartansdóttir var með 16 stig og sex fráköst og Birta Antonsdóttir var sömuleiðis með 16 stig. Helga Hjördís Björgvinsdóttir var með átta stig og átta fráköst, Berglind Gunnarsdóttir skoraði sjö stig og Alda Leif Jónsdóttir var með fjögur stig og átta fráköst. Þá voru Ellen Alfa Högnadóttir og Sara Mjögg Magnúsdóttir báðar með tvö stig.

Í Valsliðinu var Kristrún Sigurjónsdóttir stigahæst með 20 stig og fimm fráköst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is