Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. október. 2011 10:07

Snæfell lagði Íslandsmeistarana

Hólmarar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Íslandsmeistarana í KR sannfærandi í annarri umferð Iceland Express deild karla í gærkvöldi. Snæfellingar höfðu undirtökin allan leikinn og leiddu með tuttugu stigum í hálfleik. Liðin spiluðu bæði sterkan sóknarleik á meðan varnarleikurinn fékk að sitja á hakanum sem sýndi sig í hárri stigatölu en lokatölur voru 116-100 heimamönnum í vil.

Snæfell byrjaði leikinn af krafti og gestirnir áttu erfitt með að fylgja heimamönnum eftir. Vesturbæingarnir voru orðnir pirraðir á stöðunni undir lok síðari hálfleiks. Skarphéðinn Ingason fékk dæmda á sig villu fyrir óíþróttamannslegar hrindingar og þá uppskar bekkur KR einnig tæknivillu. Snæfell var eins og áður sagði með tuttugu stiga forskot í hálfleik, 63-43.

 

 

 

 

Snæfellingar náðu mest 23 stiga forskoti í stöðunni 71-48 en leiddu aftur með tuttugu stigum eftir þriðja leikhluta, 91-71. KR-ingar veittu litla mótspyrnu og virtist sem allur andi væri úr Íslandsmeisturunum. Þeir áttu góðan sprett í síðasta leikhluta og náðu að minnka muninn niður í 99-85. Leikurinn var þó alltaf í höndum heimamanna sem kláruðu leikinn með sóma, 116-100.

Brandon Cotton var langstigahæstur í liði Snæfells með 38 stig en næstur kom landi hans Quincy Cole með 25 stig, 17 fráköst og fimm stoðsendingar. Sveinn Arnar Davíðsson var með 13 stig og fjögur fráköst, Jón Ólafur Jónsson tólf stig og sjö fráköst, Ólafur Torfason með níu stig og sjö fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson átta stig og átta fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson setti sex stig og Egill Egilsson fimm.

Stigahæstur í liði KR var David Tairu með 33 stig og ellefu fráköst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is