Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. október. 2011 10:52

Skólastjórar brýna sveitarfélög til að standa vörð um grunnskólann

Ársfundur Skólastjórafélags Íslands var haldinn í Reykjanesbæ 15. október sl. Í ályktun frá fundinum er því beint til sveitarfélaga að standa vörð um velferð og öryggi nemenda og tryggja að ekki verði gengið á lögvarða hagsmuni þeirra í þeirri fjárhagsáætlunargerð sem nú stendur yfir. „Skólastjórafélag Íslands telur brýnt að samstaða ríki um að hlúð sé að skólastarfinu, ekki síst á erfiðum tímum, og því er mikilvægt að sveitarstjórnir vandi vinnubrögð sín og leiti aukins samráðs við skólastjórnendur við gerð fjárhagsáætlana. Hafa ber í huga að grunnnám nemenda hefur mótandi og varanleg áhrif á framtíð þeirra og því mikilvægt að starf skólanna verði ekki fyrir varanlegum skaða vegna vanhugsaðra sparnaðaraðgerða.

 

 

 

 

Fjárframlög til grunnskóla hafa verið skorin niður jafnt og þétt undanfarin ár. Nú er mál að linni. Álag á starfsmenn hefur aukist, meðal annars vegna aukinna krafna frá menntayfirvöldum, sveitarstjórnum, foreldrum og nemendum. Ný aðalnámskrá grunnskóla gerir breyttar kröfur til faglegrar vinnu og fjárhagslegra bjarga. Þar er að finna meðal annars breyttar áherslur á fyrirkomulagi kennslu og námsmats og aukið samstarf við foreldra og nemendur. Ljóst er að ekki verður hægt að koma til móts við þær kröfur ef fjármagn til skólastarfs minnkar enn frekar,“ segir í ályktun skólastjóra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is