Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. október. 2011 09:25

Færeysk lúðrasveit á ferð

Ungdómsorkestrið í Vágum er lúðrasveit frá Vágum í Færeyjum. Hljómsveitin er nú á ferðalagi um Ísland og hélt tónleika í Félagsheimilinu Klifi í Snæfellsbæ í gær. Í lúðrasveitinni eru nemendur í tónlistarskólanum í Vágum. Fara þeir af og til í ferðir til útlanda og varð Ísland nú fyrir valinu. Fjölmenntu nemendur og kennarar úr Grunnskóla Snæfellsbæjar á tónleikana. Áður en nemendur úr Tónlistarskóla Snæfellsbæjar fluttu tvo lög í byrjun tónleikanna bauð Kristinn Jónasson bæjarstjóri gestina velkomna. Þar á eftir flutti hljómsveitin Vagamus nokkur lög sem Steve Wonder gerði fræg en í hljómsveitinni eru krakkar sem einnig eru í lúðrasveitinni. Svo var komið að gestunum í lúðrasveitinni sem spiluðu fjölbreytta dagskrá. 

Það sem eftir lifði dags hjá Færeyingunum var varið í skoðunarferð um svæðið. Meðal annars farið í Vatnshellinn. Frá Snæfellsbæ er ferðinni heitið á Akranes þar sem haldnir verða tónleikar í dag klukkan 11:30 og síðar í dag á Suðurnesjum áður en haldið verður aftur til Færeyja.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is