Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. október. 2011 10:50

Snæfellsstúlkur á toppi deildarinnar

Snæfell tók á móti Haukum í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í gær. Snæfellsstúlkur misstu niður 18 stiga forystu en héldu engu að síður sínu striki og sigruðu í leiknum 73-69. Þær eru því með fullt hús stiga á toppi deildarinnar að loknum tveimur umferðum.  Haukar byrjuðu leikinn af krafti og náðu fljótlega forystunni. Snæfell náði síðan að jafna í stöðinni 13-13 og leiddu eftir fyrsta leikhluta 21-13. Þær byrjuðu síðan annan leikhluta af sama krafti og þær luku þeim fyrsta. Komust mest í 35-17 og Haukastúlkur virtust ekki hafa nein svör við sóknarleik heimamanna. Staðan var 43-28 í hálfleik Snæfelli í vil.

 

 

 

 

Haukar snéru vörn í sókn í seinni hálfleik og minnkuðu muninn skref fyrir skref. Staðan var 58-55 eftir þriðja leikhluta en gestirnir komust síðan yfir í stöðunni 60-61. Leikurinn var mjög spennandi á síðustu mínútum leiksins og liðin skiptust á að skora. Snæfell hafði ekki gefist upp og kláraði Hildur Sigurðardóttir leikinn af vítalínunni. Lokatölur 73-69.

 

Kieraah Marlow var stigahæst í liði Snæfells með 24 stig og sjö fráköst. Hildur Sigurðardóttir skoraði 18 stig, tók 12 fráköst og átti sjö stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir setti ellefu stig, Helga Hjördís Björgvinsdóttir tíu og tók sex fráköst og Hildur Björg Kjartansdóttir sex stig og sjö fráköst. Ellen Alfa Högnadóttir og Sara Mjöll Magnúsdóttir skorðu báðar tvö stig.

 

Næsti leikur Snæfells er gegn KR í Vesturbænum sunnudaginn 23. október.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is